Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1934, Page 38

Skinfaxi - 01.10.1934, Page 38
118 SKINFAXI fegurð. Og honuni teksl aðdáanlega vel að hugfanga lesendur sína og láta þá minnast liinna fegurstu nátt- úrufyrirbrigða — ef lil vill l'rá bernsku sinni. í kvæðinu „Tibrá“ er þessi undurfagra mvnd: Það blánar fram með fjöllunum, þar fjarlægð gengur heim; en vorsins grænka á völlunum sig vefur upp að þeim. Hver er sá íslendingur, sem ekki minnist slikrar myndar, þar sem Jón á Arnarvatni lítur fjarlægðina, eins og bláklædda veru, sem gengur hljóðlát í kyrrð- inni og liverfur inn að fjöllunum, sem vefjast grænum litum bið neðra. Slikri mynd bregða ekki aðrir upp en skáld. Þá er þessi vísa meðal margra annarra, sem benda í sömu átt: Þessum brekkubrjóstum hjá, beztu gekk ég sporin, þegar hrá mér eintal á albjört nótt á vorin. „Miðsumarnótt 1915“ er eitt af fegurstu kvæðum höf. Það er í senn einliver ljúfasta náttúrulýsing og liin óvenjulegustu eftirmæli, því að kvæðið er í raun og veru kveðja eftir að Þorgils Gjallandi er fallinn frá. Þetta er fyrsta vísa kvæðisins: Bliðara og fegurra kvöldi ei kynnist kvistur á hciði né gára á sjó; nálægð við fjarlægð í faðmlögum minnist. Fjallræðan ómar frá sérhverri tó. Eins er þó varnað, hvað var það sem dó? Þá er kvæðið „Til íslenzkunnar“ óvenju breint, djarft og snjallt, þar sem höf. hefir á takteinum nýstárlegar bráðsnjallar samlíkingar. Lýsir bann íslenzkunni ýmist

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.