Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1934, Side 39

Skinfaxi - 01.10.1934, Side 39
SKINFAXI 119 við snarkandi bál, storm af liafi eða að hún sé „við- kvæm og bhð sem vinasátt og viðkomuþýð sem flosið blátt“. Þetta er glóandi kvæði. Önnur hlið á skáldskap Jóns á Arnarvatni er gaman- semin og hnittnin. Og ekki má ganga framhjá því góð- gæti, þegar minnzt er á liöf. Það nægir að setja hér smá- kvæði, sem ort er út af sögu Gamla-testmentisins um Davíð konung, til þess að finna bragðið að gamansemi Jóns. Aldrei mundi Úría orðið hafa viðskila, hefði ekki Batseba baðað sig við lindina, Davíð með sínu kvæðaklið klifrað upp á húsþakið, litið þennan sóma sið. Svona er stundum hreinlætið! Símaði Jóab heim i lilað: „Hetítinn er orðinn spað!“ Ýmsir heyrðu eftir það öðling spila margraddað. Þá er þessi visa, sem er kveðin „i orðastað Drottins": Ófyrirsynju oft er mér eignuð mæða’ og senna; en margt af því, sem rniður fer, mönnunum er að kenna. Eg hefi minnzt hér á nokkur kvæði og væri þó ástæða til að geta um fleiri kvæði hans, og þá ekki sízt hesta- vísur t. d. Litli-Rauður. Læt eg það þó ógert, en vænti þess, að sem flestir kynnist ljóðum þessa yfirlætislausa skálds, sem yrkir ekki til þess að fylla ákveðna blaðsíðutölu í bók, heldur af þörf, sem knýr á af öðrum ástæðum. Hann hefir yfir frumleika að ráða á ýmsum sviðum og ekki sízt i orðavali. Hann talar um „holskeflvængi við sand“, „hvítbláa alvöru“, „rauðmunn rósanna“, „blómin geisla-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.