Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1934, Page 53

Skinfaxi - 01.10.1934, Page 53
SKTNFAXl 133 Félagsmál. Laugar í Sælingsdal. „Nú riður til Lauga hin unga öld“. Ungmennasam- band Dalamanna licfir gert Laugar i Sælingsdal a'ö höfuðstað og sameiginlegu heimkynni æskunnar í liér- aðinu. Það liefir reist þar yfirhyggða sundlaug, eina hina veglegustu á landi hér, og ern í byggingunni lieima- vistir fyrir þá, er stunda þar sundnám. Svo rúmgóð eru húsakynnin, að Jiar gela vel verið allfjölmennir mann- íundir. Er þar og fundarstaður héraðssambandsins og U. M. F. Unnar djúpúðgu í Hvammssveit. Ekkert héraðssamband — liklcga ekkert liérað — á jafn-tilvalinn höfuðstað og Laugar í Sælingsdal eru. Staðurinn er mjög í miðju héraðsins og liggja þangað gagnvcgir livaðanæfa að. Laugarnar leggja fram lilýtt og sill'urtært vatn að synda i, verma laugarhúsið og eiga cnn aflögii hita lil fleiri nytjaverka. Sælingsdalur- inn er þröngur að visu, en fagur, sviplireinn og búsæld- arlegur. Og hann er sögulegt hjarta liins söguríka Dala- liéraðs. Þar gerist einn hugþekkasti og áhrifaríkasti harmleikur fornsagnanna — ástir og æfi Guðrúnar Ósvifursdóttur. Og þar er staðsett ein tregaþrungnasta álfasagan, sem íslenzk ímyndun hefir skapað, sagan um álfana í Tungustapa. Hvcr hæð og hver tótt, sem blasir við auga frá Laugum, knýr fram í huga gestsins þar einliver sterk geðhrif frá þcim hókum, er hann svalg með mestri áfergju i bernsku. Eg kom að Laugum i Sælingsdal einn sólríkan sunnu- dag i sumar og liafði mikla ánægju af komunni þangað. Eg gladdist af að horfa á vasklega æsknmenn koma til laugar að þreyta sund, og eg liafði ánægju af að ræða við þá um áhugamál ungmennafélaganna, er þeir komu iiressir úr lauginni. Eigi gladdi ]>að mig siður, að skoða stórvirki það, scm Ungmennasamband Dalamanna hef-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.