Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1934, Page 61

Skinfaxi - 01.10.1934, Page 61
SKINFAXI 141 menntuðum og gamaldags lýð, en mannaðir nútíðar- iriénn séu vaxnir upp úr ■— alveg eins og þjóðir geti skipt um eðli, lineigðir og arftekna mótun eins og menn skipta um skyrtu! Hinsvegar frá mönnum, sem Iiafa á sér yfirskin þjóðrækninnar, en afneita krafti hennar; sem nefna sig „þjóðernissinna“ eða öðrum fögrum nöfnum, en þekkja ekki þjóðsöng lands síns, misþyrma móðurmálinu i ræðu og riti og ganga cr- inda erlendra þjóða. Innihaldslaust og öfugmælt þjóðernisglamur slíkra pilta fælir menn ósjálfrátt frá öllu, sem þjóðerni kemur við. Markvís og örugg þjóðernisleg menningarstarfsemi U. M. F. gerir hættur þessar meinlausar. „Vertu viðbúinn!“ „Vertu vi'ðbúinn!“ sagði Villi; hann gelck rösklega viS lilið frænda sins í hellirigningunni. „Það er nú einmitt um lietta, að „vera viðbúinn", sem eg get ekki verið ykkur sam- bykkur, þessum strákum. Þið setjist upp á háan hest og hald- ið að þið séuð alltaf tilbúnir að vinna góðverk á hverjum <legi. Hvar eru svo ávextirnir af þessu öllu saman?“ Tómas hló góðlatlega, beygði liöfuðið niður í bringu og striddi rösklega móti stormi og slagveðri. Ilann þekkti and- úð frsenda síns gegn skátalireyfingunni og vissi, að eigi var auðgert að vinna bug á henni. „Jæja, við skulum nú taka sjálfan þig til dæmis,“ Iiélt Villi áfram. „Nú erum við hér á ferð í dynjandi illveðri, og þú ert í stuttum buxum með ber hné. Það eina, sem þú „ert viðbúinn“ með, er þcssi rafmagnslukt, sem ])ú dandálast allt- af með, og er eins stór og meðal útvarpsrafhlaða. En segðu mér: hvar er varahjólið ])itt og bensínbrúsinn? Ilver veit nema við rekumst á bitaðan bíl? Og livar eru hjúkrunar- gögnin þín, beinabrotsspelkur, joðáburður og annað ]>ess- liáttar dót?“ Tómas bjóst við meiru i likum anda og Iiélt áfram þegj- andi.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.