Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1934, Síða 70

Skinfaxi - 01.10.1934, Síða 70
150 SKINFAXI óheppilegar deilur. — Skattar til í. S. í. eru liækkaðir á félög- um með yfir 100 félagsmenn, og ný skipun ger á fulltrúarétti á aðalfundi. — Enn er í lögunum þetta kátlega ákvæð: „Orðið ,,samband“ má ekkert félag eiga í heiti sínu“. Stjórn í. S. 1. hefir opnað skrifstofu í Mjólkurfélagshúsinu í Reykjavík. Er hún opin þrjú kvöld í viku, mánudaga og föstudaga kl. 6—TV-i og miðvikudaga kl. 8—9. Stjórnin mæl- ist til, að íþróttamenn og áhugamenn um íþróttamál utan af landi líli inn í skrifstofuna, þegar þeir koma til Reykjavikur. Skrifstofan lætur í té allskonar upplýsingar og leiðbeining- ar um íþróttamál. Nýjar íþróttabækur. í haust kemur út bók, sem allir íþrótlamenn, ekki sízt í sveitum, hljóta að fagna. Er það þýðing á hinni kunnu bólc „F r i Idræt“ eftir Moritz Rasmussen og Carl Silverstrand, sem er frumrituð á dönsku, en hefir auk þess komið út á mörgum Evrópumálum og hvervetna þótl afbragð. Á islenzku heitir hún Ú t i i þ r ó 11 i r, og gefur íþróttafélag Reykja- víkur hana út. Þar er mjög glögg og nákvæm fyrirsögn um rétta iðkun útiíþrótta, með um 100 skýringarmyndum, svo að hverjum manni á að vera auðvelt að nema íþróttir af bók- inni kennaralaust. -— Þarna fáið þið íþróttaskólann heim til ykkar, drengir. ®A ð a 1 s t e i n n H a 11 s s o n, iþróttakenn- ari við Austurbæjarskólann og Kennaraskól- ann í Reykjavík, hefir gefið út fjölritaða Kennslubók í fimleikum, 110 bls. i 8 bl. broti. Bókin er einkum ælluð til að vera námsbók í Kennaraskólanum, en hún er líka nauðsynleg handbók fyrir alla þá, sem kenna fimleika án þess að hafa sérkunn- áttu í slíkri kennslu, barnakennara, leiðbein- endur i æskulýðsfélögum o. s. frv. Bókin hefst á inngangi lun fimleikakennara, fyrirskipanir, fimleikafatnað, fimleikahús o. fl. Þá koma stundaseðlar fyrir börn á ýmsum aldri, flestir miðaðir við fimleikahús, en nokkr- ir við venjulegar kennslustofur. Fylgja þeim öllum nákvæm- ar og glöggar skýringar á meðferð, hlutverki og gildi hverr- ar einstakrar æfingar. Loks eru stundaseðlar með skýring- um, fyrir unglinga á ýmsum aldri, og fullorðna karlmenn, og allra síðast f.vrirsögn um morgunfimleika i heimahúsum. Þeir, sem kenna fimleika eða aðrar íþróttir i ungmenna-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.