Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1944, Síða 6

Skinfaxi - 01.12.1944, Síða 6
78 SKINFAXI Steingrímur orti þannig um forseta, er hann var um sextugt: „Undir alhvítri skör ber þú æskunnar fjör, jafnvel ungum þú lifs glæðir liyr og með afli og dug og með ástglöðum liug þú ert æskunnar hetja sem fyr“. Æskan gengur nú fram til leika víðsvegar um land og eirinig hér. Hún gengur hér á grasi, sem sprettur i sporum Jóns Sigurðssonar. Hann talar um gagnsemi íþrótta og skemmtana, en leggur, eins og vænta mátti, áherzlu á að lögum sé hlýtt og reglum. Yelti mest á „geðkostum, sem samboðnir séu þrekmikilli og vel menntaðri þjóð, að i landinu dafni, föðurlandsást og ó- sérplægni, mannlund, atorka, dugnaður til andlegra og líkamlegra afreka, þolgæði og stöðuglyndi að fram- fylgja því, sem rétt er og þjóðinni gagnlegt.“ I þessum anda sé nú gengið til leiks, þessi hátíð haldin og sótt fram til frelsis og farsældar um allan aldur, af oss, svo lengi sem vor við nýlur og siðar af niðjum vor- um. Munum Jón Sigurðsson. Hann minnir á Tómas Sæ- mundsson frænda sinn og hóp góðra íslendinga á öllum öldum. Minni Jón Sigurðsson oss á hið frjálsa og þjóð- nýta í eigin fari. Konungdómur er nú afnuminn á Islandi. Hér eruiri vér þó i konungshöll. Hún er hin gnæfandi fjöll, hinn fagri fjörður, sem Hrafn Sveinbjarnarson brúaði góð- vild sinni, hin ilmandi jörð, er gréri með mestum blórria, ]iar sem blóð Hrafns flaut. Hér átti bann sinn sólar- stein og kyrtil er Guðmundur biskup góði gaf honum. Þorvaldur Yatnsfirðingur kunni ekki skil á þeim dýr- gripum og lét liggja hér í grasinu, er hann hvarf á brott afglapagötu ódrengsins. En hér fann Jón Sigurðsson, þegar er hann var barn,

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.