Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1944, Side 10

Skinfaxi - 01.12.1944, Side 10
82 SKINFAXI alla landsfjórðunga. Flutti erindi á mannfundum, skil- aði kveðjum og fræddi menn um hagi íslendinga vestra af miklum kunnugleik. Slíkur maður er að vonum hinn mesti aufúsugestur, því svo sterkar rætur eiga Yestur- íslendingar enn hér heima. UngmennafélÖgin eru honum einkum þakklát. Hann er ævifélagi þeirra og jafnan sýnt Skinfaxa mikla ræktarsemi. Á ferðum sínum gerði hann sér far um að sækja héraðsmót Umf. eftir því sem við var komið. ITann sótti héraðsmót Ungmennasambands Borgar- íjarðar 2. júlí, samkomur Umf. Auslra á Eskifirði og Umf. Vals á Reyðarfirði og héraðsmót Umf. i Hrepp- unum að Álfaskeiði 22. júlí. Þá tók sambandsstjóri U. M. F. í. sérstaklega á móti honum á samkomu í Núps- skóla, sem haldin var af Umf. og fleirum í tilefni af komu lians til Vestfjarða. Mörg önnur héraðssambönd höfðu óskað eflir því, að hann yrði gestur á héraðsmót- um þeirra, en þess var enginn kostur, eins og ferða- áætlun hans var liáttað. Ungmennanfélag Islands iætur nú gera kertastjaka, sem það ætlar að gefa Þjóðræknisfélaginu, sem litinn vináttuvott til minningar um lcomu forseta þess hingað á s. 1. sumri. Hann á að tákna það ljós, sem Umf. óslca eftir að ævinlega verði tendrað á milli íslendinga aust- an hafs og vestan. Umf. standa þjóðernismálin nærri hjarta og það er þeim gleðiefni, eins og raunar allri þjóðinni, hve íslendingum í Vesturheimi hefir tekist að varðveita þjóðerni sitt og að það skuli vera stolt þeirra og vegsauki að vera íslendingar. Enginn fær metið hvers virði það er að eiga 30 þús. samlanda í Ameriku, sem varðveita þjóðareinkenni sín meðal hinna ensku- mælandi milljóna. Baráttan fyrir þjóðernismálunum verðskulda alþjóðar þökk. Er þar margra góðra manna að minnast, sem haft hafa forustuna hver fram af öðr- um og nú síðast hinn ágæti gestur, prófessor Beck. Hann er öðrum frernur væringi þessa tífna. Ungur

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.