Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1944, Side 17

Skinfaxi - 01.12.1944, Side 17
SIÍINFAXI 89 um Ivarmi að vaka.“ Menn leituðu uppbótar fyrir fá- breytni lifsins með því að yrkja ferlega t. d. um garpa fortíðarinnar, þegar þeir gengu i orustu: Sprungu hnyklar froðu frá fólans miklu tannagjá. í honum spriklar bræðin blá, blóðugum stiklar skrokkum á. Þessi vísa urn gapandi, froðufellandi berserkinn, sem treður á valkesti deyjandi manna, er úr Andrarimum, sem þóttu afbragð (ekki sízt í enn fornlegri gerð en þessari), eins og tröllkarlinn segir i þjóðsögunni: „Andrarimur þykja mér fínar, en Hallgrímsrímur vil ég ekki.“ Úr rímnavísum sem þessari fékk þjóðin ekki aðeins þær hugmyndir á tungu sína, að kjaftur væri gjá mikil með tönnum og bræði berserkja blá á litinn, lieldur eigi sízt nautn lvins dýra ríms á löngum kvæða- kvöldum, slika visu var ógerningur að lcveða öðru vísi en liróðugur, dillandi tónum. Kvartanir lcúgaðra um böl og ranglæti, urðu oft i grálbi’oslegum stil, enda lítt að vænta árangurs nema hjá þeim, sem blær ekki að broslegri bæn. Bjarni Jónsson Borgfirðingaskáld kvað í byrjun einokunar: Ljónið það leikur sér við lömbin drottins hér, dúfunni fálkinn fargar, þá flýgur hún sér til bjargar. Hanarnir heimsins státa, en hænuungarnir gráta. Og hvar var liænan, sem sal'nað gæti þeim ungum undir vængi sér? Ilve fjarri er þessi ljónaleikur 17. aldar þeirri trúarspeki, þegar „leikur sér með ljóni lamb í Paradís“, eins og auðvaldsfulltrúar fullvissa jafnan hin arðrændu „lömb“ um? 7

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.