Skinfaxi - 01.12.1944, Síða 18
90
SIÍINFAXI
Á þvílíkum kveðskap lærði þjóðin, hvort sem brosað
var eða ekki, fjölbreyttasta líkingamál, sem íslenzkan
hefur eignazt.
IV.
Berort raunsæi i orðavaii og rökrétt hugsunarsam-
hengi óx í meðferð tungunnar hjá mönnum eins og
Hallgrími Péturssyni. Hér er smádæmi úr Passíusálm-
um, sem tröllið vildi uefna Hallgrímsrímur:
Álitið stórt og höfðingshátt
hræðast skyldir þú ekki,
sannleikans gæta ætíð átt,
engin kjassmál þig blekki.
Ærugirnd Ijót,
hofmóðug hót,
hlýðir sízt yfirmönnum,
dramhlátum þar
þú gef andsvar,
þó hyggt á rökum sönnum.
V.
Loks skal látið nægja að drepa á dæmi tvennra tima
um þróun islcnzkunnar i rómantíska átt. Eitt af full-
komnustu listaverkum miðalda í þeim stil er harm-
saga Tristrams og Isoddar björtu i danskvæðinu: „Trist-
ram háði bardagann við heiðinn hund“ — (Lestrarbók
Sig. Nordals, 1. útg., hls. 19). Þegar Isodd svarla liafði
látið grafa elskendurna sitt hvorum megin kirkju, svo
að þau næðu ekki saraan dauð, gerðist táknfagurt
undur:
Runnu upp af leiðum þeirra
lundar tveir,
upp af miðri kirkjunni
mætast þeir.
Þeim var ekki skapað nema að skilja.
Orðfæri og liáttur er ekki hversdagslegt og var að
sumu leyti djarft. Um sprettu trjáa var sjaldan sagl