Skinfaxi - 01.12.1944, Qupperneq 19
SKINFAXI
91
síðan á dögum Eddukvæða, að þau renni upp,,en þarua
færi ekkert annað orð eins vel. Mynd gnæfandi trjánna,
sem lúta saman liöfðum yfir kirkjuuni, er bæði tigin
elskendamynd og gotneskt oddbogamusteri þeirra inið-
alda, sem skópu listaverk úr steini í syðri löndum, en
bér úr íslenzkunni. Án málfegurðar liefði þessi mynd
ekki orðið list. Og án mannvits befði listina skort fyll-
ingu. Þess vegna kemur viðlagið, sem segir, að elskend-
unum var áskapað að skilja, en enginn eilifur skilnað-
ur var þeim skapaður, þótt ísodd svarta vildi. Þess
vegna segir á nákvæmasta og stutlorðasta bátt, sem
nokkur tunga i viðri veröld leyfir:
Þeim var ekki skapað nema að skilja.
Öðru sinni nær rómantísk stefna fullþroska sínum
í sumum beztu kvæðum Bjarna Thorarensens. Ilann
kvað um Odd Iljaltalin, sem var Móðubarðindabarn úr
Skaftafellssýslu og bafði lifað eldregnið:
Undrist enginn,
upp þó vaxi
kvistir kynlegir,
þá koma úr jörðu
harma funa
hitaðri að neðan
og ofan vökvaðri
eldregni tára.
Bjarili verður til þess fyrstur skálda, það ég veit,
að segja, að í sumum mönnum sé jarðeldur Hkt og í
jöklum íslands og sá biti sé barma funi, sem kynlegir
stofnar spretti af. Á einni öld liefur þessi visa sýnt
frjósemdareðli, sem íslenzkan nýtur frá benni næsta
aídatuginn, eins og bún frjóvgast enn al' þusund ára
gömlum Eddukvæðum, sldrist og skyggnist enn af
sálufélagi við böfund Tristramskvæðis.
Hver getur efazl um, að málið, sem við mælum,
geymir í sjóði sínum „land og stund i lifandi myndum,
Ijóði vígðum“?