Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1944, Side 25

Skinfaxi - 01.12.1944, Side 25
SKINFAXI 97 6. íþróttavöllurinn. 7. Skrúðgarðurinn. Slík höfuðból sem þessi eru til á landinu, svo sem Núpur i Dýrafirði, EiSar o. fl. En þau gætu verið miklu viðar, ef félagsleiðlogar sveita og þorpa hefðu þetta í huga. Sumstaðar hefir skólanum verið peðrað á einn slað, ungmennafélagsliúsinu á annan, og hvorutveggja eins langt frá kirkjustaðnum og hægt var. í fyrrasumar var ég á samkomu vestur á Núpi, þar sem allt fór fram í réttri röð, guðsþjónusta, iþróttaiökanir og skemmtanir. Allvíða á landinu veit ég til, að reynt er að samríma helgidaginn og hvildardaginn með þvi að liafa útiguðs- þjónustur í sambandi við ýms mannamót. En þessi dæmi eru þrátt fyrir allt stök, en ekki almenn. Það sem gert er í sumum sveitum við einstök tækifæri á að verða almenn venja í hverri sveit. I flestum kirkjum landsins ber að messa svo sem annan eða þriðja hvern sunnudag. Ég liefði nú viljað beina þeirri áskorun til ungmenna- félaganna, að þau legðu stund á það, að þesgir sunnu- dagar yrðu i hverri sókn til sem mestra félagslegra nota. Gerið nú þegar áætlun um veturinn í samráði við prestinn, og standið við þá áætlun. Það er ömurleg sóun á starfskröflum vel menntaðra manna, þegar þeir leggja fyrst andlega vinnu i að hugsa og skrifa ræðu, sem undantekningarlítið talar lil bugsandi og greinds fólks, — ferðast siðan klukkutim- um og jafnvel dögum saman á kirkjustaðinn, og fá kannske ekki aðra þátttakendur við messuna en ein- hvern feröamann, sem staddur er þar af tilviljun og eina gamla konu, sem er rugluð á sönsum. Það kemur vonandi sá tími, að íslendingar sjá lieimsku rithöfund- arins, sem ég vitnaði í fremst í grein þessari, og finna þann einfalda sannleika, að þarna var vesalings ruglaða kerlingin sú, sem gerði allri „menningu“ sveitunga sinna skömm til. Og það er dálitið hlálegt i sjálfu sér, að nú á dögum, þegar við erum „undir smásjá“ hins

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.