Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1944, Page 32

Skinfaxi - 01.12.1944, Page 32
104 SKINFAXI Á borðinu hjá mér liggur lítil bók, sem kölluð er Sörvgbók íslenzkra stúdenta. Mér dettur ekki í hug að hún sé stúdent- um samboðin, þó að atvikin hafi hagað því svo, að hún sé sú, sem hún er. Bak við þessa bók er sérstök lífsstefna og lífsskoðun. Það er ekki sérstaklega lífsskoðun íslenzkra stú- denta, þó að bókin sé við þá kennd. En ég nefni hana hér, af því að hún er fulltrúi þeirrar lífsstefnu, sem við berjumst ge'gn. í þessari bók eru myndir, sem eiga að sýna æskuna við störf og gleði. Tóbaksreykurinn verður að skýjum yfir vinnu- borðinu og bókum þess. Kvæðin eru mörg samboðin þessum myndum. Þar ber mest á drykkjukvæðum, og eru sum livorki andrík né smekkleg. En því nefni ég þessa bók, að hún á að vera fulltrúi lífsgleðinnar. Raunar er lífsgleðin ótrygg, þegar það fylgir, að vitið kemur að morgni og ásakar fyrir gleðinaulnina eða þegar gleðin snýst upp i logandi kvöl, eins og lýst er í kvæðum bókarinnar. En þó að við gætum lokað augunum fyrir þeim skuggum vantar þó hina djúpu, hreinu lífsgleði, sem þeir þekkja, sem eru bindindismenn af köllun. Það er eins og Einar Bene- diktsson segir: „Öll sæla er gleði liins góða.“ Lifsgleði bindindismannsins er gleði liins góða. Haldið þið að það sé ekki sælt að gela sagt og sungið af sannfæringu með félögum sínum: „Vertu viss um að guð er í vcrki með þér.“ Og aldrei verður sá. einmana, sem getur sagt: „Þótt oss skildi hábrýnd heiðin heyrðum vér á hverjum degi liver í öðrum hjartað slá.“ Ég minni hér aðeins á gleðina og fögnuðinn sem kvæðið Vormcnn er þrungið af. Þessi söngur ungmennafélaga og lif- andi stefnuskrá ljómar af lífsgleði hugsjónamannsins, sem fagnar því að vera í liópi vormanna íslands og lifa og starfa undir fegursta merki sem fæst. Þar er ekki tómleiki tilgangs- lausrar ævi. Það er lífsgleði þess fólks, sem veit hvað það vill og vill vel, — á sér köllun. Ég sagði áðan að unglingarnir í Bifrösl liefðu yfirleitt geng- ið í flokkinn við fyrsta tækifæri. Þó eru lil fáeinar undan-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.