Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1944, Page 46

Skinfaxi - 01.12.1944, Page 46
118 SKINFAXI Bolurinn er aðeins álútur með misjafnlega miklum hnébeygj- um. Allir vöðvar líkamans mjúkir. Staðið jafnt í báða fætur. Allur fóturinn í jörðu. Undir eins og kastarinn Iiefur tekið sér upphafsstöðu og grip- ið kringluna, hefur liann undirbúningssveiflurnar. 1 undirbún- ingssveiflunum mú styðja vlð kringluna með vinstri hendi. III. Undirbúningssveiflurnar. (9: mynd A). Venjulega sveiflar kastarinn kringlunni fram fyrir sig og aftur fyrir þrisvar sinnum, til þess að fullvissa sig um öruggt grip, ná öruggu jafnvægi, fá meiri hraða i snúninginn og ná kringlunni sem fjarst bolnum — sem lengst að baki honum. Sveiflurnar eru framkvæmdar með mýkt. Meðan á sveiflunum stendur færist líkamsþunginn ýmist af vinstra á hægra fót og öfugt. Um leið og kringlan kemst i öftustu seilingsstöðu i seinustu sveiflunni, liefst vinstra fótar snúningurinn. IV. Vinstra fótar snúningurinn. (9. mynd B og C). Þegar kringlan í síðustu undirbúningssveiflunni hefur náð fjarlægasta punkti brautar sinnar að baki kástarans, hvílir líkamsþunginn á hægra fæti, en tyllt í jörð með tábergi vinstra fótar. Vinslri armur er venjulega teygður og fylgir sveiflum þess Iiægri. Hnén eru bogin. Þegar byrja skyldi að sveifla kringlunni fram, er bolnum snúið snöggt til vinslri og lík- amsþunginn færður á vinstra fót. í þessari stöðu snýr kast- arinn sér í hálfhring á tábergi vinstra fótar. Staða fótanna er að lokinni hálfsveiflunni sýnd á 9. mynd D.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.