Skinfaxi - 01.12.1944, Side 58
130
SKINFAXI
Iþróttamót einstakra Umf.
Þá hafa að venju verið liáS allmörg iþróttamót einstakra
Umf. á síðastliðnu sumri. Er Skinfaxa kunnugt. um þessi:
íþróttamót Umf. Efling Reykjadal, Umf. Mývetninga og íþr.fél.
Völsungar,-Ilúsavík, í Mývatnssveit 25. júni. — Umf. Hruna-
manna og Umf. Gnúpverja á ÁlfaskeiSi 23. júlí. — Umf. Sam-
hygS og Umf. Vaka, Villingaholtshreppi, að Loftsstaðabökk-
um 30. júlí. — Umf. Drengur og Umf. Afturelding að Tjalda-
nesi 27. ágúst. — Umf. Snæfell í Stykkishólmi og Umf. Reyk-
dæla að Reykholti 2. september.
íþróttakennslan.
Auk hinna föslu íþróttakennara U.M.F.Í., sem áður hefir
verið sagt frá, störfuðu þessir kennarar á vegum sambands-
ins síðastl. vor: Sigurður Finnsson, Stykkishólmi, sem kenndi
hjá Ungmennasambandi Snæfellsness- og Hnappadalssýslu,
Ellert Finnbogason frá Sauðafelli, sem kenndi hjá Ungmenna-
sambandi Eyjafjarðar og Jóhannes Hjálmarsson, Siglufirði,
Ásgrimur Kristjánsson, Siglufirði, og Lúðvík Jónasson, Ilúsa-
vík, sem kenndu hjá HéraSssambandi S.-Þingeyinga.
Fimleika hópsýningar.
f tilefni af hátíSahöhhnn á Þingvöllum og víðar á síðastl.
vori, stofnuðu Í.S.Í., U.M.F.Í. og íþróttakeniiarafélag Reykja-
víkur, hópsýningarnefnd, ásamt íþróttafulltrúa ríkisins og
ráðunaut Reykjavíkurbæjar um íþróttamál. Var saminn tíma-
seðill fyrir fimleikakennslu, er nefndin sendi til allra Umf.
og iþróttafélaga, og hefir hann verið talsvert notaður, eftir
því sem Sldnfaxi hefir frétt.
Ilópsýningin á Þirigvöllum vakti óskipta athygli hinna mörgu
þúsunda, er þar voru 17. júní. Þáttakendur í henni voru 170
frá íþróttafélögum og skólinn í Reykjavík og 15 þeirra voru
frá Umf. SkeiSamanna. Sljórnandi var Vignir Andrésson fim-
leikakennari í Reykjavík. Hann æfði þelta lið í Reykjavík
af miklum dugnaði í 3 vikur fyrir 17. júni, nema Skeiða-
menn æfðu lieima hjá sér, undir sljórn Jóns Bjarnasonar á
Hlemmiskeiði.
Á hátíðinni að Hrafnseyri 17. júní kom Bjarni Bachmann,
íþröttakennari U.M.F.Í. á Vestfjörðum, með fjölmennan hóp
fimleikamanna víðsvegar aS. Tókst sýningin ágætlega. Þessi