Skinfaxi - 01.12.1944, Qupperneq 61
SKINFAXI
133
4. Skíðaskáli Skátafélags Reykjavíkur i SkarSsmýrarfjalli.
5. Baðstofa Umf. Snæfells í Stykkishólmi.
(i. Skíðaskáli Skíðafélags ísafjarðar i Seljalandsdal.
7. Sundlaug Hafnarfjarðar.
8. Sundlaug Neskaupstaðar.
9. Ibúð sundkennara. við sundlaugina i Hveragerði.
10. íþróttahöll Eiðaskóla (lánveiting).
Þá er greint frá 22 mannvirkjúm, sem eru í smiðum,og iþrótta-
nefndin hefir lagt fé til. 0 mannvirkjum, sem lagfærð hafa
verið og fé veitt til úr íþróttasjóði og 7 mannvirkjum, sem
styrkur liefir verið heimilaður til, en verkið er i undirbúningi.
Ahrif íþróttalaganna.
í lok skýrslunnar gerir íþróttanefndin grein fyrir áhrif-
um íþrótíalaganna á starfsemi U.M.F.Í. og Í.S.Í., en ekkert
félag gétur öðlazt styrk úr íþróttasjóði, nema það sé i öðru
hvoru sambandinu. Félögum í U.M.F.Í. hefir fjölgað 1941—
1943 úr 94 í 151 eða um 60,0%, og í Í.S.Í. úr 115 í 157, eða
um 36,5%. Umferðakerinurum U.M.F.Í. hefir fjölgað úr 5
í 11 og hjá Í.S.Í. úr 0 í 7. Árlegur kennslutimi hjá U.M.F.Í.
hefir aukizt úr 23 mán. i 64% mán. og lijá Í.S.Í. úr 0 í 3114 mán.
Þá segir i skýrslunni:
„Hinir ötulu umferða-iþróttakennarar landssambandanna
hafa aukið mjög á félagsleg störf ungmenna- og íþróttafé-
laga og víða verið beinir hvatamenn að byggingu íþrótta-
mannvirkja og að stofnað hefir verið til héraðsmóta, auk þess
að valda aukningu félagsmanna. Víða hefir í fysta skipti ver-
ið stofnað til héraðsmóta í íþróttum, t. d. í Vopnafirði, N,-
Þingeyjarsýslu o. s. frv. Það, að löggjafinn hefir látið sig
skipta íþróttamálin, liefir liaft í för með sér, auk hinna
beinu afskipta og fjárframlaga, stórmikil áhrif á hugi al-
þjóðar til íþróttamálanna. Viða má sjá þennan stuðnings-
hug. Suður-Múlasýsla veitir t. d. 3000,00 til héraðs-íþrótta-
vallar. Lítið byggðalag hækkar kaup til íþróttakennara,
sem starfar við barnaskólann í byggðinni, svo hann fari ,
ekki i burtu. Sýslunefndir leggja fram hækkandi upphæðir
fil suridmála. Víða um land er almenningur að keppast við
að leggja í sjóði, lil þess að koma upp íþróttamannvirkj-
um, og Reykjavíkurbær hefir ráðið lil sín íþróttaráðunaut.
Þá er árangur íþróttalaganna ekki síður athyglisverður
fyrir barnaskólana. Sund var áður kennt í 72 skólahéruð-
um af 225, e.n er nú kennt i 162. Leikfimi áður kennd i
í 70 skólahéruðum, en nú í 174.“