Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1944, Page 70

Skinfaxi - 01.12.1944, Page 70
142 SKTNFAXl á hverju vori til eflingar sjóðnum og hafa félögin þar þvi þarft verk að vinna. 1 vor söfnuðust um 100 þús. kr., en það er aSeins upphaf aS því sem koma skal. Á nœstu árum þarf hann aS nema nokkrum milljónum, svo hann geti gegnt sínu mikilvæga hlutverki. t nýútkomnu ársriti Skógræktarfélags íslands 1944, segir Ilákon Bjai’nason skógræktarstjóri um landgræSsIusjóðinn m. a.: „Ekki er að ástæðulausu, að hafizt var handa um sjóðs- stofnun með því markmiði, að græða eydd og örfoka lönd. Þau þúsund ár, sem hér hefir verið byggt ból, hefir gróður- lendið æ verið að minnka og rýrna að gæðum. Miklar líkur eru og fyrir því, að enn eyðist meira af landi og kostir þess gangi saman, heldur en nemur ræktun og uppgræðslu. Stofn- un Landgræðslusjóðsins á að mynda þáttaskipti hjá gróðri landsins, alveg eins og afkvæðagreiðslan markar tímamót i sögu bjóðarinnar." Orðsending .... til kaupenda Skinfaxa. Áskriftargjöld fyrir 1944 eru fallin í gjalddaga. Kaupend- ur innan ungmennafélaganna eru vinsamlega beðnir að greiða árganginn til stjórnar hvers félags, sem sendir Skinfaxa síðan greiðsluna í einu lagi. Aðrir eru beðnir að senda greiðsluna í pósthólf 406. Verð er kr. 5,00 til Umf., en annars kr. 10,00. Ungménnafélagar! Vinnið ötullega að útbreiðslu Skinfaxa. Hver ungmennafélagi þarf að lesa Skinfaxa og eiga hann, •—• Gerið Skinfaxa að útbreiddasta tímariti landsins, Bækur. Þessi rit hafa verið send Skinfaxa: Ársskýrsla Föroya Fólkaháskóla árið 1943—1944. Skóla þenn- an stofnaði Simun av Skarði fyrir um 40 árum og var hann stjórnandi hans þar til hann lézt fyrir tveimur árum en þá tók Jóhannes sonur hans við stjórn skólans.. Skólann sótti s.l. vet- ur 41 nemandi víðsvegar af eyjunum. Skýrslan sýnir mikinn gróanda i skólastarfinu, enda hafa Færeyingar orðið að vera sjálfum sér nógir með skóla eftir að leiðir til Norðurlandanna lokuðust.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.