Skinfaxi - 01.12.1944, Side 72
144
SKINFAXI
‘Húsbyggingamál og happdrætti Umf. Reykjavíkur. j
Fyrst er að hugsa um, síðan að framkvæma umbætur og
framfarir, sem eiga rétt á sér. Þrotlaus barátta er sjálfsögð.
ef annað er ekki að fá, til þess að ná s'ettu marki. Þannig
blýtur það að yerða fyrir okkur ungmeiinafélaga, sem höfum
ákveðið að leggja út í stórvirki, en það er að byggja hér í
Réykjavík hús með gestaherbergjum, fundarsal og íþróttasal.
Þetta hús þarf að byggjast sem fyrst, ekki einungis fyrir ung-
mennafélaga búsetta í Reykjavík, heldur einnig fyrir ung-
mennafélaga utan af landi, sem koma lil Reykjavíkur til lengri
eða skemmri dvalar.
Ungmennafélag Reykjavíkur hefur stofnað lil happdrættis
um jörðina Ingólfshvol í Ölfusi ásamt húsum og mannvirkjum
og þar með 10.000.00 kr. i peningum, þannig, að 5.000.00 kr.
vinningur kemur á næsta nr. fyrir ofan og 5.000.00 kr. á næsta
nr. fyrir neðan vinningsnúmerið.
Ágóðanum skal verja til þessarar byggingar.
Við leyfum okkur að vera bjartsýn um þetta mál, einkum
vegna þess, að við höfum sent út á land happdrættismiða til
margra ungmennafélaga og óskað eftir þeirra stuðningi við
málið. Sölunni þarf að vera lokið senni part vetrar, því að dreg-
ið verður fyrsta sumardag 1945. Þeir .sem vilja aðstoða Ung-
mennafél. Rvíkur við happdrættið, eru góðfúslega beðnir að
snúa sér til Baldurs Kristjónssonar, íþróttakennara, Gunnars-
braut 34, Rvík. Sími 5740. Stefán Runólfsson frá Hólmi.
Býlið Ingólfshvoll.