Skinfaxi - 01.11.1947, Qupperneq 2
66
SKINFAXI
bókmenntum. Það, sem við því gerðum til þess að
minnisvarðinn yrði reistur, var okkur ljúí't starf.
Það norskt skáld, er af mestu djúpsæi hefur sýnt
fram á þýðingu Snorra og lífsstarfs lians, segir um
okkur og hann:
„Við hefðum gleymt hæði föður og móður, sjálfum
okkur og fortíð okkar, ef þíns minnis hefði ekki
við notið. Við glötuðum erfðafé okkar og mistum
fjársjóð á fjársjóð ofan. Þú safnaðir þeim saman svo
að af varð full kista dýrgripa, er þú gafst okkur.“
Það hefur verið höfuðviðfangsefni Noregs Ung-
'domslag að taka á móti og tileinka sér hinn nor-
ræna arf. Við viljum tengja ræturnar á ný við þann
Noreg, sem var, og reyna að fá kraft um þær rætur
fyrir þann Noreg, sem aldrei hefur verið, en mun
verða, því að hann lifir í hugum okkar. Það, sem
við sérstaklega eigum sameiginlegt með æskulýð ís-
lands, er að við eins og þið, höfum norræna fortíð
að grundvelli, og að við lifum tíma stáls og stein-
steypu.
Þið íslendingar byggið nútíðina á því, sem við
gleymdum, en verðum að lifa á ný til þess að við
getum hyggt á þvi. En til þess að svo megi verða
verðum við að liöggva í sundur tvenns konár tengsl:
Annars vegar menningarsamhandið við Danmörku
og stjórnarfarslegu böndin við Svíþjóð. Annað þessa
urðuð þið að rjúfa. í baráttunni fyrir þjóðfrelsinu
urðum við, norskir ungmennafélagar, fremstir i fylk-
ingu og söm varð raunin í sókninni að endurvekja
norska tungn og menningu. Nú á styrjaldarárunum
skárumst við heldur ekki úr leik.
íslenzkir æskumenn! Þið, sem húið við órofna
norræna menningu, getið á margan Iiátt stutt olck-
ur í þjóðernisbaráttunni. Og er við Norðmenn heim-
sækjum nú land ykkar þessa fögru júlídaga og tif-
um ævintýrið: ísland dagsins í dag, sem er á fram-