Skinfaxi - 01.11.1947, Side 5
SKINFAXI
69
Glímumennirnir i förinni auk fyrrnefnds glimu-
stjóra voru þessir:
Ármann Lárusson, Rvik,
Bragi Guðnason, Rvík,
Daníel Einarsson, Rvik,
Gunnar Ólafsson, Rvík,
Hagalín Kristj ánsson, Önundarfirði,
Hilmar Bjarnason, Rvík,
Hilmar Pétursson, Keflavík,
Ki-istinn Auðunsson, Rvík,
Kristinn Guðmundsson, Rvík,
Njáll Guðmundsson, Kjós,
Ragnar Björnsson, Hvammstanga,
Rúnar Guðmundsson, Hurðarbaki, Flóa.
Aðrir ungmennafélagar i förinni voru:
Ármann Halldórsson, kennari á Eiðum, frá Ung-
menna- og íþróttasambandi Austurlands.
Guttormur Þormar, frá U.Í.A.
Magnús Guðmundsson, kennari frá Norðfirði, einn-
ig úr U.Í.A.
Þórður Loftsson úr Skarphéðni.
Loks er að geta þess, að ytra var flokknum til að-
stoðar Gunnar Akselsson kaupmaður úr Reykjavík.
— Ekki munu allir hafa verið sterktrúaðir á, að ferð
þessi yrði farin, enda var við ramman reip að draga,
en mjög reyndist okkur A. Skásheim bankastjóri,
hinn góðfrægi ungmennafélagi, mikill lijálparmaður
að svo gæti orðið.
Lagt var af stað í för þessa 2. júni og komum við
til Stavanger í Noregi eftir 5Vz stundar flug í enskri
fjögra hreyfla Liberator-vél. Ferðin var einkar þægi-
leg, en heldur tilbreytingarlítil, vegna slæms skyggn-
is nær alla leiðina, og ekki sízt við strendur Noregs.
Frá Stavanger var haldið eftir að kvöldverðar liafði
verið neytt í eina gistihúsi borgarinnar. Var hús
þetta mjög illa útlítandi eftir meðferð Þjóðvex-ja, en