Skinfaxi - 01.11.1947, Síða 9
SKINFAXI
73
sem nú nýlega var kjörinn formaður Noregs Ungdoms-
lag í stað Eik-Næss prófasts, sem hér var á ferð í
sumar. Blað þetta á mikið erindi til íslenzkra ung-
mennafélaga. Til þess að gefa nokkra hugmynd um
efni blaðsins skulu hér nefndar helztu fyrirsagnir
þess einn daginn, er það kom út, meðan við vorum
i Noregi, og sýna þær, að viðfangsefni félaganna á
íslandi og með frændum okkar eru lík: Þjóðarupp-
eldið og grundvöllur þess. Æskulýðurinn og leikstarf-
semin. Sveitirnar og skömmtunin á byggingarefni.
Hvers vegna fer unga fólkið úr sveitunum? (fram-
lialdsgrein). Búnaðarbálkur (um áburð). Börnin og
blómin (kvennasiða). Utan úr heimi. Loks er svo að
geta um grein, sem heitir Island og Danmörk, og er
eftir liinn kunna danska bókmenntamann Jörgen Buk-
dahl. Er liún einkum um handritamálið og vikið i
því sambandi að hók Bjarna M. Gíslasonar um ísland
á hernámsárunum, þar sem málstaður íslands er túlk-
aður eindregið og sannfærandi. Grein Bukdahls er
sérlega vinsamleg í garð íslands, eins og við mátti
búast frá hans hendi.
Er við Jerdal höfðum spjallað saman um stund,
pantaði liann bíl og ók með mig til Haugsöens pró-
fasts. Haugsöen er nú aldraður orðinn og hefur
látið af embætti fyrir nokkru. Hann var þó að vinna,
er við komum, í garði stórum og fögrum við hús
sitt. Yarð liann þegar í stað að sýna okkur garðinn
sinn og var auðheyrt, að gróðurinn var honurn hjart-
fólginn, en illgresið fékk orð i eyra. Síðan leiddi
hann mig til herbergis þess, er ég skyldi búa í, en
um leið hað liann mig að afsaka. að kona sín væri
orðin gömul (hún var þó 10 árum yngri en hann!)
og kynni því að skorta á aðhlynning meðan ég dveldi
hjá þeim lijónum. Reyndin varð auðvitað öll önnur.
Ég ætla ekki að sleppa því að minnast nokkrum orð-
tim á herbergið, sem mér var vísað á til dvalar þarna