Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1947, Page 16

Skinfaxi - 01.11.1947, Page 16
80 SKINFAXI fórum við að skoða okkur um í bænum, og er liann hinn snotrasti, en mikil voru sárin eftir styrjöld- ina þarna, og mun Voss einna verst út leikinn norskra bæja eftir stríðið. En Vossbúar segja eins og Gunn- ar forðum: „Fögur er hlíðin“, og þeir taka undir orð Jónasar: „Hér vil ég una ævi minnar daga alla, sem guð mér sendir“: Þannig yrkir Lars Eskeland: „Fager er lii*), og ber vil me bu, her vil me hegna og yrkja, her vil me byggja med von og med tru báde vár heim og vár kyrkja. Fagert er landet som eg og som du fekk á dyrkja.“ Vossbúar byggja á traustum grunni norrænnar kristinnar menningar. Leiðtogi þeirra, Eskeland skólastjóri, hefur verið nefndur sjáandinn. Hann sá landið með sérstökum hætti og sögu þjóðar sinnar. Á eynni Storð ólst hann upp og liann segist í bernsku oft hafa horft út á sjóinn: „Dag hvern blasti við augum mér hin ævaforna skipaleið." Mörg- um árum síðar blasti við augurn lians önnur sýn. Það var fagran vordag árið 1940. Hann segir sjálfur frá: „Það varð hlé á sprengjukasti og skotgnýnum. Voss var hertekin. Ég fór upp á leiti eitt og liorfði út yfir byggðina. Þorpið var eins og samfelldur, rjúk- andi öskuhaugur. Ég skyggndist um eftir kirkjunni, hinni gömlu kirkju frá dögum Magnúsar lagabætis. Líklega var hún einnig að engu orðin. Nei, og hún var stærri og tignarlegri en nokkru sinni fyrr. Nú sást það betur en nokkru sinni áður, að þangað lágu allar götur og að þar var háborg þjóðlífsins.“ Við Gunnar Akselsson fórum þegar að heimsækja *) lid = hlíð; líi = lilíðin.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.