Skinfaxi - 01.11.1947, Page 21
SKINFAXI
85
Norheimsund.
raiinverulegi skólastjóri. Eskeland liefur leigt skól-
ann Noregs Ungdomslag og réðu félögin Bakke til
þess að vera skólastjóri. Bakke er þeim íslending-
um kunnur, sem stundað liafa nám við Fanalýðhá-
skólann, því að þar var liann um skeið kennari, áð-
ur en hann kom til Voss. Bakke er glæsimenni að
sjá og sérlega aðlaðandi maður. Hann sagði okkur
frá nýjung við skóla sinn: Námskeið eru haldin
þar fyrir ugnmennafélagsleiðtoga. Þátttakendur taka
að nokkru þátt í námi skólans, en njóta auk þess
kennslu í fundarstjórn, sögu ungmennafélagslireyf-
ingarinnar, sálarfræði, erindasmíð og flutningi þeirra,
stjórn leikja og dansa, og auk þess fá þeir æfingu
i að undirbúa og stjórna leiksýningum. Námskeið
þessi eru mjög vel sótt og væri þarflegt og gott ef
U.M.F.Í. gæti styrkt einliverja til þess að vera með
á þessum námskeiðum. Minningarsjóður Aðalsteins
Sigmundssonar væri tilvalinn að styrkja slíkt.
Eftir að notið liafði verið góðra veitinga í Voss-
skóla og skólinn skoðaður, var lialdið af stað áleið-