Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1947, Page 23

Skinfaxi - 01.11.1947, Page 23
SKINFAXI 87 Framnes. lýðsfélaganna í bænum. Voru þar ræður fluttar af beggja hálfu. Síðla kvölds var svo ekið lil skólans, þar sem við bjuggum. Nú var kominn 7. júní. Fánar blöktu við hún á skólastaðnum. Fyrsti desember Norðmanna var runn- inn upp, skilnaðardagurinn við Svía. Skólastjórinn minntist dagsins i ræðu, er hann ávarpaði okkur við morgunverðinn, er hann bauð okkur til, og voru þar nokkrir aðrir af kennurum skólans. Leiðin lá nú til Bergen aftur. Var farið með bif— reið og ekið upp svonefnt „Þokugil“, þangað til kom upp á hálendi mikið, er ekið var síðan niður af, þar til kom alla leið til Bergen. Leið þessi er næsta mikilfengleg og upp „Þokugilið“ var engan veginn hættulaust. Þar segir sagan, að norskir bílstjórar liafi ekið Þjóðverjum fram af, og orrusta varð á þessari leið, er óvinirnir sóttu til Norheimsund. Síðdegis þenna dag fórum við Lárus upp i útvarps- stöð og áttum þar viðtal við L. Jerdal. Ilafði liand- rit okkar verið samið i náinni samvinnu við Jerdal.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.