Skinfaxi - 01.11.1947, Qupperneq 29
SKINFAXI
93
Skemmtum við okkur ágætlega og sérstaklega fannst
okkur það notalegt, að velkt ferðaföt okkar stungu
ekki í stúf við búning borgarbúa þarna i leikliús-
inu. Fólk var hvergi tötrum klætt í Noregi, en sama
hófsemin einkenndi klæðaburðinn og matinn, sem
neytt var.
Þá er eftir að segja frá ungmennatelagsfundi sem
við tókum þátt í í Bondeungdomslaget, öðru aðal
ungmennafélaginu í Bergen. Fundurinn fór fram i
Gimlé, liúsi Ervingen. Annars á Bondeungdomslaget
allmiklar liúseignir i Bergen, til dæmis vandað gisti-
hús, sem okkur var nokkrum boðið til miðdegis-
verðar í. Bæði félögin reka og kaffistofur. Auk þess-
ara tveggja sterku og fjölmennu félaga eru í Bergen
mörg smærri ungmennafélög, sem eru kennd við
ýmis héruð vestan fjalls. Yossverjar i Bergen eru
t. d. í sérstöku ungmennafélagi.
Á ungmennafélagsfundinum fóru fram umræður
um félagsstarfið. Rætt var um málfundina og
skennntanalífið. Sumum þótti of mikið dansað. „Nú
það er þá svipað og lijá okkur!“ Nei, með dansi eiga
norskir ungmennafélagar yfirleilt við þjóðdansana!
Einhver fór að þylja nokkur nöfn á hinum alþjóð-
legu tízkudönsum og var lilegið dátt. Sú skoðun
virtist ol'an á, að það hæri ekki að draga úr þjóð-
dönsunum í félögunum. Þeir munu og hafa eflzt
mjög mikið síðari árin samhliða þjóðbúningunum.
Kunnugir telja, að liver og ein einasta kona í Noregi
eigi nú þjóðbúning, og að það sé ekki lengur nein
„sveitamennska“ að bera þá, lieldur sé það þjóðlegt
og þá um leið „fínt“. Héraðsþing ungmennafélaga var
fyrir höndum. Þarna var rætt um tillögur, sem fram
höfðu komið um að breyta stefnuskrárgrein Noregs
Ungdomslag i þá átt að tengja það meir kirkjunni.
Sannleikurinn er sá, að Noregs Ungdomslag á í erf-
iðleikum rétt eins og U.M.F.Í., og ekki síður. Stjórn-