Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1947, Síða 34

Skinfaxi - 01.11.1947, Síða 34
98 SKINFAXI dýrar byggingar, eiga sér enga afsökun að láta þau vera forsmáninni og hirðuleysinu undirorpin. Hér er mál, sem ástœða er til að ræða við Umf. í fullri hreinskilni í Skinfaxa. Telji einhver ósann- gjarnlega á málinu haldið, er orðið laust. Sannleik- urinn er sá, að eitthvað af eftirgreindum atriðum sést víða við samkomuhús i sveitum og kauptúnum, þótt ekki haldist þau öll í hendur á einum og sama staðnum: Engin girðing eða vcrri en engin umhverfis liúsið, svo gripirnir úr haganum ganga óáreittir upp að húsinu. Tunnum, kössum og ýmis konar drasli er hrúgað til og frá við húsið. Glerbrot, flöskur og bréfa- rusl liggur svo í lægðunum á milli. Þakið ómálað og veggir aldrei verið múrliúðaðir. Fánastöng óvíða, stundum eitthvert brot. Rúður vantar í glugga. Sums staðar hefur verið neglt fyrir þá eða troðið upp í. — Að innan eru útkrotaðir veggir og óhreinir. Hurðar- húnar og skrár ýmist vantar eða hringla ónothæfir á hurðunum. Borð og stólar i ýmsu ásigkomulagi. Hreinlætistæki, eins og handlaugar og salerni, ekki til eða i megnustu vanhirðu. Þessi mynd er ekki glæsileg, en því miður alltof al- gengt, að eitthvað af þessum einkennum finnist við samkomuhúsin, þótt undantekningar séu mjög marg- ar, sem betur fer. Samkomustaðirnir bera ekki sízt menningu byggð- anna vitni. Þeir eru oftast nærri alfaraleiðum — inn- lendra og erlendra gesta — og eitt af því sem at- hygli ferðamannsins beinist fyrst að. Séu þeir vel hirtir og fallegir útlits gefur það óneitanlega þægi- leg áhrif um myndarskap og menningarbrag þess fólks, er þar býr. Mestu máli skiptir þó, að samkomu- staðirnir séu aðlaðandi og á allan hátt eftirsóknar- verðir fyrir ])á, sem eiga að njóta þeirra. Annars ná þeir ekki tilgangi sínum, nema að litlu leyti. Þar sem Umf. hafa ó undanförnum árum haft

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.