Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1947, Page 42

Skinfaxi - 01.11.1947, Page 42
106 SKINFAXI Lög um félagsheimili. Samþykkt á Alþingi 22. maí 1947. 1. gr. Með félagsheimilum er í lögum þessum átt við samkomu- liús, sem ungmennafélög, iþróttafélög, lestrarfélög, skátafé- lög, kvenfélög og hvers konar önnur menningarfélög, sem standa almenningi opin án tililts til stjórnmálaskoðana, eiga og nota til fundahalda eða annarrar félagsstarfsemi. Sama gildir um samkomuhús sveitarfélaga. 2. gr. Félagsheimilasjóði, sem nokkur liluti skemmtanaskatts renn- ur í, sbr. lög nr. 56 31. mai. 1927, um skemmtanaskatt og þjóð- leikhús og breytingu á þeim lögum, skal varið til þess að styrkja byggingar félagsheimila samkv. 1,- gr. Ekki má þó styrkur til livers félagsheimilis nema hærri fjárhæð cn svai'- ar 40% af byggingarkostnaði þess. Styrkinn má veita, hvort heldur eitt slikra félaga, sem um ræðir í 1. gr., stendur að hyggingu félagsheimilisins eða fleiri í sameiningu. Nú hefur félagslieimili notið eða nýtur byggingarstyrks úr rikissjóði auk þess, sem fyrir er mælt í lögum þessum, og má þá styrkur samkvæmt þeim ekki nema meiru en svo, að hann ásamt ríkisstyrknum nemi 40% af byggingarkostnaði. 3. gr. Stjórn félagsheimilissjóðs er i höndum mcnntamálaráðherra. Veitir liann styrki úr sjóðnum samkvæmt 2. gr. eftir tillög- um fræðslumálastjóra og iþróttanefndar. Ef fræðslumálastjóra og íþróttanefnd greinir á, sker menntamálaráðherra úr. Um- sóknir um styrki skulu sendar íþróttanefnd, og fylgi nákvæm lýsing af húsi því, sem fyrirliugað cr að byggja, ásamt grein- argerð fyrir þörfinni á félagsheimili á þeim stað, sem um er að ræða, og um fyrirhugaða notkun þess. Félagsheimili, sem styrks nýtur úr félagsheimilasjóði, skal reist á þeim stað og cftir uppdrætti, sem iþróttanefnd samþykkir. Menntamálaráð- herra getur og gert það að skilyrði fyrir styrkveitingu, að sveitarfélag, þar sem félagsheimili á að byggja, láti ókeypis í té viðunandi byggingarlóð, og sett þau skilyrði önnur viðvíkj- andi gerð og notkun félagsheimilanna, sem hann telur nauð- synleg til þess, að þau komi að sem beztum notum og séu sem

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.