Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1947, Síða 48

Skinfaxi - 01.11.1947, Síða 48
112 SKINFAXI Vinstri armur cr langt frammi og lmefinn við miðlinu bolsins. Olnbogi hægri arms nær ekki axlahæð og linefinn er móts við mjaðmir. 2. Báðir fætur á lofti. Hægri fótur sígur niður; fótleggurinn sveiflast eins og dingull fram, til þess, að fullkomna stigið. Vinstri fótur sveiflast óþvingaður upp. Vinsti arnnir hefur sveiflazt þverar yfir brjóstið, svo að úlnliður eða þumalfingur er móts við miðlinu bolsins. Athugið, hve myndin sýnir vel jafnvægi og mýkt. 3. Hægri fótur er að nema við jörðu. Hlauparinn hefur rétt úr fætinum um leið og fóturinn lækkaði, til þess að nema við jörðu. Vinstri armur er nú á; leið aftur og hægri arm- ur á leið fram og upp. Líkamsþunginn kemur til að hvila á tábergi liægri fótar. Væri um spretthlaup að ræða, hvíldi likamsþunginn framar. Vinstri fóturinn sveiflast óþvingaður upp, þar til fram- sveiflan byrjar, til þess að beita honum í næsta skref. Bolurinn heldur sama halla áfram. 4. Hægri fótur er lóðrétt niður af þungamiðju líkamans, og á honum hvílir allur líkamsþunginn. Athugið, að hællinn snertir ekki jörðu. Vinstri armur hefur sveiflazt aftur, svo hnefinn er móts við mjaðmir, en hægri armur sveiflast fram, upp á við, og hnefinn þvert fyrir brjóstið. Af myndinni að dæma, myndi margur álíta, að vinstri fótur sveiflaðist um of upp undir sitjandann, en staða fót- arins er rétt, vegna þess að hlauparinn notar löng, óþving- uð skref og hallast vel áfram. Athugið, að hægra kné er bogið og fóturinn krepptur um öklalið. 5. Vinstra læri hefur verið sveiflað fram og lyft upp, og fót- leggurinn sveiflast mjúklega fram, meðan liægri fótur fram- kvæmi spyrnuna. Athugið, að það réttist aldrei fullkomlega úr beygjunni um hnéð, og hversu öfluglega er rétt úr öklaliðnum. Vinstri armur er enn á leið aftur, og þeim er hægri er sveiflað fram. Sami bolhalli. 6. Líkamanum hefur nú verið spyrnt áfram af hægra fæti. Vinstri fæti hefur verið stigið lengra fram og báðir fæt- ur eru á lofti. Armarnir hafa náð lokastöðu.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.