Skinfaxi - 01.11.1947, Side 52
116
SKINFAXl
Þessi félög hlutu flest stig:
Umf. Stjarnan, Saurbæ, 71 stig. Umf. Dögun, Fellsströnd.
30 stig og Umf. Vaka, SkarSsströnd, 17 stig.
Af einstaklingum hlutu flest stig:
Kristján Benediktsson (Stjarnan) 26 stig. Stefnir Sigurðs-
son (Dögun) 14 stig. Magnús Jónsson (Stjarnan) 13 stig.
Sturla Þórðarson (Dögun) 12 stig.
VeSur var sæmilegt og fór mótið ágætlega fram.
HÉRAÐSMÓT U.M.S. NORÐUR-BREIÐFIRÐINGA
var haldið að Bjarkarlundi i Reykhólasveit 24. ágúst.
Jón Hákonarson, veitingamaður, setti mótið með ræðu og
stjórnaði því. Þá flutti sr. Pétur T. Oddsson i Ilvammi ræðu.
Síðan voru ýmis skemmtiatriði. íþróttakeppni gat ekki orðið.
Veður var sæmilegt.
HÉRAÐSMÓT U.M.S. VESTFJARÐA
var lialdið að Núpi í Dýrafirði 21. og 22. júní. Forkeppni
var háð fyrri daginn. Síðari daginn var keppt til úrslita. Þá
flutti sr. Jóhann Pálmason, Stað i Súgandafirði, guðsþjón-
ustu, en Halidór Kristjánsson, Kirkjubóli, formaður U.M.S.
Vestfjarða og Friðrik Hjartar skólastjóri, Akranesi, fluttu
ræður.
Ú r s 1 i t :
100 m. hlaup: Einar Einarsson, Umf. Gisli Súrsson, 12 sek.
80 m. hlaup kvenna: Ingibjörg Ólafsdóttir, íþróttafélagið
Höfrungur, 11.5 sek.
1500 m. hlaup: Sigurjón Jónasson, Umf. 17. júní, 5:04.5 min.
Kúluvarp: Hagalín Kristjánsson, Umf. Bifröst, 11.67 m.
Kringlukast: Jens Kristjánsson, Umf. Bifröst, 33.60 m.
Spjótkast: Kristján Hagalínss., iþróttaf. Höfrungur, 39,43 m.
Langstökk: Gunnlaugur Finnsson, íþróttafél. Grettir, 5.85 m.
Þrístökk: Svavar Helgason, Umf. Gísli Súrsson, 12.06 m.
Hann vann einnig hástökkið (1.58 m.).
4X100 m. boðhlaup: Umf. Gisli Súrsson, 53.8 sek.
Stúlkur frá Stefni á Suðureyri og Höfrungi á Þingeyri kepptu
i handknattleik. Stefnir vann með 8:1.
Af einstaklingum hlaut Jens Kristjánson, Umf. Bifröst, flest
stig (9).
Þrjú stigahæstu félögin voru: