Skinfaxi - 01.11.1947, Side 62
126
SKINFAXI
lcennslu, enda ekki aðstæður til fjölsóttra iþróttasýninga og
kappleikja, og annarra fjáröflunarleiða til stuðnings iþrótta-
starfinu, eins og í Reykjavík og stærstu kaupstöðunum.
Er ennfremur mótfallinn því, að varið sé kr. 60 þús. til
yfirbyggingar á sundlaugunum i Hafnarfirði og á Akranesi,
með því að nefndin liefur ekki séð sér fært að taka upp
fjárveitingar til bygginga nýrra sundlauga á Eskifirði, Reyð-
arfirði, Stöðvarfirði og Barðaströnd, eins og umsóknir liggja
fyrir um, og álít að skipta eigi þessu fé milli eftirtaldra
iþróttamannvirkja, sem senn eru fullgerð og eiga í fjárhags-
örðugleikum: Sundlaugar Umf. Hrunamanna að Flúðum, Umf.
Dagrenningar í Lundareykjadal, Grettis i Bjarnarfirði, að
Laugalandi í Hörgárdal og Búðakauptúni. Einnig íþróttavallar
Umf. Snæfeils i Stykkishólmi.“
jOoráte inn WaUL
iaóóon .
17. júní.
Ræða flutt á héraðsmóti íþróttasambands Strandamanna
17. júní 1947.
„Vakir vorsins andi
veröld lilær í ljóma,
allt er þrungið ilmi
ungra grasa og blóma.
Allir íslands strengir
einum rómi hljóma.
Vak nú islenzk æska
yfir þínum sóma.
Vaknið vormenn íslands,
vorsins heiði dagur
risinn er í austri
undur skær og fagur.
Dagur nýrra dáða,
dagur nýrra vona.
Heimtar alla orku
íslands heztu sona.“
J ó n f r á Ljárskógu m.
Þcgar nóttin víkur fyrir veldi dagsins, þegar vetrarísinn
hverfur fyrir magnþrunginn mátt upprennandi sólar, þegar