Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1947, Side 63

Skinfaxi - 01.11.1947, Side 63
SKINFAXI 127 fyrstu frjóangar bjarkarinnar skjóta upp kollinum frá skauti móður jarðar, þegar snjólivítir vængjaðir elskendur svifa með jöfnum léttum vængjatökum frá hafi til lieiða, þá er vor á íslandi. Dagurinn i dag, 17. júni, er einn af þessum ljósu löngu dögum, sem vér börn norðursins þráum svo mjög, eftir sólar- litla daga og svartar skammdegisnætur. Og gifta vor er sú, að þessi heiði júnídagur er oss annað og meira en bjartui vordagur. Hann er þjóð vorri frelsis- og fagnaðardagur. Þegar vér í dag litumst um af sjónarhól sögunnar, þá svipt- ast þar um völdin húm og skin. Fyrir nær 11 öldum var þjóðin, sem býr i landinu næst okkur i austri, sundruð og ósamtaka, svo valdagefnum lierkonungi tókst að beygja hana til hlýðni við vilja sinn. En noklcur hluti þessarar þjóðar kaus fremur að yfirgefa áttliaga og óðal en selja frelsi sitt. Og ísland, einbúinn yzt við norðurhaf, varð hið fyrirheitna land iiinna frelsisunnandi manna og kvenna. í hyllingum heiðbjartra vorkvelda skynjaði þetta fólk sem i draumsýn þetta ónumda land Iiandan hafsins, og frelsisþráin vísaði á bug öllum kvíða við hættur ferðalagsins. ógnir Ægis voru þvi ekk- ert á móti ógn þeirrar ánauðar, sem beið þess i heimalandinu. En frelsisdraumur frumbyggjanna rættist alltof skammt, og á þeim margra alda végi, sem liggur á milli nútiðar og for- tiðar, er leiðin víða grýtt og ógreiðfær. Sundurlyndi og met- orðagirnd hinna sterkari þjóðfélagsborgara, gaf erlendri yfir- drotnunarstefnu fyrr en varði möguleika til áhrifa og íhlut- unar, og undirbjó þannig þá illu örlagadóma, sem upp voru kveðnir yfir þjóðinni. Oss finnst oft sem kalt kcnni frá veðrabrigðum hins íslenzka vetrar, þegar hamfarir náttúr- unnar leggja klakafjötur um land vort, en engan slíkan fimbul- vetur liefur þó móðir náttúra lniið oss, sem þann er sundrung og gæfuleysi örlagavalda þjóðarinnar skóp Iienni, þegar hún glataði sjálfsákvörðunarrétti sínum í hendur erlends valds. Þetta er oss gott að muna, þegar véi i dag fögnum yfir hinum endurlieimta frelsisarfi og hlýðum kalli vorsins undir skini rísandi sólar. „Aldrei verður þroski þjóðar þróttmikill og frjáls, meðan erlent ok hún þolir um sinn lotna háls. Fólksins blessnn býr í tungu brjóst og liönd þess sjálfs.“

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.