Skinfaxi - 01.11.1947, Side 79
SKINFAXI
143
F r étt i r.
U.M.F.Í.,
samband ungmennafélaganna, varð 40 ára 2. ágúst siðastl.,
en það var stofnað á Þingvöllum 1907. Stofnunar sambandsins
verður rækilega minnzt í næsta hefti Skinfaxa, sem vænlan-
iega kemur út laust eftir nýárið. Verður ])á leitazt við að
ná til ýmissa forvígismanna, sem þar komu við sögu.
Sigurður Greipsson,
skólastjóri i Haukadal og formaður héraðssambandsins
Skarpliéðins varð fimmtugur í ágúst siðastl. Sveitungar Sig-
urðar og margir aðrir, m. a. fulltrúar frá U.M.F.Í., heimsóttu
hann að Haukadal á afmælisdaginn, og varð þar hið bezta
sainsæti. Viðtal við Sigurð um störf hans, sem mjög liafa
verið i anda ungmennafélágshreyfingarinnar, varð því miður
að biða næsta lieftis.
Helgi Valtýsson,
ríthöfundur á Akureyri, varð sjötugur 25. október síðastlið-
inn. Helgi var einn af forvígismönnum ungmennafélagshreyf-
ingarinnar og annar fyrsti ritstjóri Skinfaxa. Hann er enn
sistarfandi að ritstörfum, og nú í liaust kom út eftir hann ný
bók, Á Dælamýrum, og eru það smásögur. Helgi hefur lofað
Skinfaxa að segja lesendmn frá því í næsta hefti, hvað hon-
um er minnisstæðast við Þingvallafundinn 1907, er U.M.F.í.
var stofnað, en hann var einn af fulltrúunum þar.
íþróttakennarafélag' Finnlands
bauð íþróttakennarafélagi íslands, að senda tvo fulltrúa á
iþróttamótið í Finnlandi á síðastl. sumri. Fríða Stefánsdóttir
og Jón Þorsteinsson sóttu mótið. Hefur förin orðið til þess
að tengja íþróttamennt íslands og.Finnlands nánara saman.
Snæfell,
tímarit Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, 2. ár,
er nýkomið út. Er ritið mjög snyrtilega úr garði gert. Af cfni
þess má nefna: „Ég bið að heilsa“ eftir Richard Becli, Ferð
á öræfum eftir Þórarin Ólafsson, íþróttavellir eftir Gunnar
Ólafsson, Austfirzkir íþróttamenn eftir Tómas Árnason, Að