Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1949, Page 7

Skinfaxi - 01.04.1949, Page 7
SKINFAXI Ungmennafélagsmót í Helsingfors 1940. ákveðins náms. Árið 1941 gáfu sig fram 3000 skráðra hermanna við hrcfaskóla alþýðufræðslusambandsins. 1942 voru í þessum skóla 8000 menn í lierþjónustu og 1943 voru um 43'/ af þeim tæpum 36 þúsundum sem tóku þátt í námi skólans úr hernum. Mikill fjöldi þeirra, um ])að hil 10—15%, voru sjúklingar á her- spítölunum. Aðrir bréfaskólar höfðu og marga her- menn meðal þátttakenda sinna. Ef til vill hafa afleiðingar stríðsins orðið alvarleg- astar fyrir unglinga, einkum drengi er voru 14—17 ára styrjaldarárin. Þar eð allir karlmenn uppkomnir voru á vígstöðvunum varð að fela ungum drengjum borgaraleg störf i miklum mæli. Þeim voru fengin verkefni í liendur, sem þeiin við venjulegar kring- umstæður hefði alls ekki verið trúað fyrir. Afleiðingin varð sú, að þeir höfðu peningaráð, en ekki þroska til þess að fara með fjármuni sína. Margir þeirra, eink- um í borgum og þéttbýli, tóku að eyða tímanum i kaffihúsum og á öðrum stöðum óheppilegum fyrir

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.