Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1949, Side 24

Skinfaxi - 01.04.1949, Side 24
SKINFAXI 2A Sigríður Valgeirsdóttir, M.A.: Uppruni og þróiin dan§in$. Fyrsta grein. Álitið er, að áður en maðurinn gat látið í Ijósi tilfinningar sínar og hugsanir með orðum, hafi hann aðallega látið þær í ljósi með hreyfingum. Eftir að þróun málsins liófst, minnkuðu ástæður til lýsandi hreyfinga, en þó var haldið áfram að gripa til hreyf- inga til lýsinga á sterkum tilfinningum, til uppeldis, til frásagnar af athurðum eða vegna ánægju af hreyf- ingunum sjálfum. Hreyfingar þessar voru bundnar vissum reglum og hafa verið kallaðar einu nafni dans. Til aukins skilnings á þróun þjóðdansa og annarra dansflokka, skal vikið hér nokkuð nánar að dönsum frumstæðra manna. Heimildir þær, sem fyrir liendi eru af dönsum frumstæðra manna, eru frá frumstæðum þjóðflokk- um í Afríku, Suðurhafseyjum, Ástralíu og Ameríku. Réttilega eða ranglega ályktum við, að lifnaðarhættir forn-frumstæðra manna hafi verið með svipuðum liætti og þessara þjóðflokka, en út 'frá þeim forscnd- um er þróunarsaga dansins raldn. Dans meðal frumstæðra manna er ekki eingöngu skemmtun, heldur hluti af lífi þeirra, daglegum á- hyggjum, trúarl'egri tilbeiðslu, gleði og sorgum. Dans- inn miðast að vissu markmiði, eins og að aukinni uppskeru, að sigri i hardögum, fjölgun bústofnsins o. fl. Trúardansar eru einhver veigamesti þáttur frum- stæðra dansa. Menn dönsuðu til að biðja guðina bóna, til að færa þeim þakkir og til að sýna þeim lotningu. Stríðsdansa má telja til þessa flokks, en þeir voru iðk- aðir til að örva menn til bardaga, til að þjálfa þá líkamlega og til að tryggja vernd guðanna í orustum.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.