Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1949, Page 30

Skinfaxi - 01.04.1949, Page 30
30 SKINFAXI og dans. Dansinn sjálfur var mjög líkur hirðdönsum fyrst í stað og var dansað í lífstykkjum, skóm með hælum og með mikið höfuðskraut. Fyrsli balletinn, sem áreiðanlegar heimildir eru til um, er Ballet Comique de la Reine frá 1581. Ballet á nú sína eigin þróunarsögu, og er litið á ballet sem eina legund lista. Aðrar tegundir listdans hafa þróast á seinustu ára- tugum og má þar nefna danshreyfingu Isadora Dun- can, amerískrar konu, sem var mjög andvíg hinum bundnu hreyfingum hallets. Vegna áhrifa frá þess- ari hreyfingu þróast svo nútíma listdans í Þýzkalandí (raunsæisdans) og Bandaríkjunum (modern dance). Þessar tegundir listdans eru þegar farnar að marka áhrif sin á ballet. Önnur grein dansa, sem þróaðist út frá hirðdöns- unum voru samkvæmisdansar. Þessir dansar, sem eru frábrugðnir þjóðdönsum í því, að þeir eru ekki hundn- ir eins ákveðnum reglum og þjóðdansarnir, eiga einn- ig sina þróunarsögu. Valsinn, sem á sínum tima or- sakaði mikið hneyksli vegna þess, að herrann hélt ut- an um dansfélaga sinn, var í rauninni upphaf hinnar fjölhreyttu samkvæmisdansa, sem við nú þekkjum. Af ])cssu stulla sögulega yfirliti sést, að nú i dag er orðið dans nolað sem safnlieiti yfir margar dans- tegundir, sem greina má í eftirtalda aðalflokka: 1. Þjóðardansa og þjóðdansa. Þjóðardansar eru, eins og áður var getið, þeir dansar, sem dansaðir eru óbreyttir kynslóð fram af kynslóð og má telja einkennanudi fyrir ])jóð eða þjóðflokk. Þjóðdansar kallast söngdansar, lánsdansar og aðrir þeir dansar, sem dansaðir eru af ungum scm gömlum kynslóð fram af kynslóð, en geta samt ekki skoðast sem þjóðar- arfur vegna utanaðkomandi áhrifa. Margir gamlir söngdansar, samkvæmisdansar og hirðdansar hafa á siðustu áratugum verið grafnir upp, burstað af þeim

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.