Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1949, Side 55

Skinfaxi - 01.04.1949, Side 55
SKINTAXI 55 l>riðja lagi að treysta þolið, þannig að gott hlaupalag og þrótt- ur lialdist hlaupið á enda. Öll þrjú atriðin eru grundvallar- alriði, og verður því að leggja mikla rækt við æfingar þeirra alira. Grindahlauparinn ætti að æfa viðbragð á hverri æfingu, æfa það á sama hátt og 100 og 200 m spretthlauparar. Nokkrir 40 •—50 m sprettir eru nauðsynlegir fyrir hraðann, en laus, liðugt og fjaðurmagnað skokk á grasi 800—1000 m er góð æfing fyr- ir þolið. Sömuleiðis 200—300 m hlaup með vaxandi liraða. Hlauparinn á að reyna að forðast alla óþarfa bindingu vöðva. Hann skyldi aldrei reyna að auka hraðann með því að gretta sig í andliti, kasta höfðinu fram og aftur, spenna armvöðv- ana eins og liann getur. Slíkt ber alltaf neikvæðan árangur. hegar skrefið yfir grindina er æft, er gott að hafa hlíf á bné aftari fótar og jafnvel ökla. Séu venjulegar grindur not- aðar, þola þær talsvert liögg, án þess að falla. Árekstur getur því hæglega valdið meiðslum. Byrjendur geta vel notað há- stökksáhöld og snúru eða eitthvað þess háttar. Til þess að full- vissa sig um, að svifið yfir grindina sé eins lágt og kostur er á, getur hlauparinn lagt eldspýtnastokk ofan á þverslána, og reynt að fella hann er liann fer yfir. Ekki er ráðlegt að æfa hlaup yfir fleiri en eina grind, þar til góðu lagi er náð á skrefið yfir hana. Hftir að undirbúningsþjálfun er lokið, er liægt að nota eftir- farandi þjálfunarskrá. Mánudagur: 1. Mýking í ca. 20 minútur. Létt hlaup og leik- fimisæfingar skiptast á. Eftir 10 mínútna mýkingu, er hægt að bæta inn i nokkrum mjög snöggum, stuttum sprettum. Bezt er að mýkja sig á grasvelli. 2. Viðbragðsæfingar og hlaupa yfir eina grind. Endurtakið æfinguna 5—6 sinnum. Hlaupið nokkur skref jafnframt því, sem ])ið dragið úr hraðanum eftir að þið komið yfir grindina. 3. Setjið upp nokkrar lágar grindur. Hlaupið með léttum fjaðurmögnuðum skrefum milli þeirra (skrefafjöldi ckki tak- markaður) og reynið að hlaupa með snöggri, mjúkri fótskipt- ingu yfir grindurnar. Endurtakið æfinguna 5—6 sinnum. 4. Stökkvið nokkur hástökk af livorum fæti. Atrennan slceð- ur með hoppi á þcim fæti er stokkið er upp af. 5. Hlaupið 300 m. Byrjið hægt, en smáaukið hraðann, svo að siðustu 50 metrarnir séu hlaupnir með fullum hraða. Reyn- ið ])ó jafnframt að binda enga vöðva að óþörfu. (i.. Endið æfinguna með ca. 10 mínútna léttu hlaupi á gras- velli.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.