Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1949, Side 60

Skinfaxi - 01.04.1949, Side 60
GO SKINFAXl sem starfsemi þeirra er mjög öflug og á miklu gengi að fagria með finnsku þjóðinni. Æskilegt vœri að þeir forustumenn ungmennafélaganna, hér- aðssambanda e'ða einstakra félaga, sem hefðu hug á að sækja mót þetta hefðu sambánd við stjórn U.M.F.Í. a. m. k. fyrir 1. maí í vor. Kjartan Jóhannesson, kennari frá Ásum, kenndi hjá nokkr- um Umf. í Héraðssambandinu Skarphéðinn og Kára Söhnund- arsyni i Mýrdalnum í nóv. og des. i vetur, að tilhlutan U.M.F.T. Æfði hann samkóra og kvennakóra og kenndi mörgu fólki a orgel. Kórarnir sungu yfirleitt fyrir almenning að loknu hverju námskeiði. Ríkir mikil ánægja með þetta starf Ivjartans, lijá- þeim er notið hafa kennslu hans. Væri áreiðanlega mjög gagn- legt að fleiri Umf. gætu notið slíkrar kennslu. Skinfaxa er mikil nauðsyn á skilvísri greiðslu kaupenda sinna. Árgangurinn kostar kr. 10.00. Gjalddagi er 1. október. Þeir sem cnn hafa ekki greitt árgang 1948 éða eldri árganga eru vinsamlega beðnir að snúa sér strax til stjórnar ungmennafé- lagsins i byggðalagi sínu, sem sér um innheimtuna. Þeir sem ekki eru áskrifendur innan ungmennafélaganna sendi áskriftargjaldið vinsamlegast til innheimtunnar í pósthólf 400, Reýkjavík. Þangað ber og að senda öll erindi varðandi afgreiðslu og innhcimtu Skinfaxa. Ungmennafélög. Vinni’ð ötullega að aukinni útbreiðslu Skin- faxa. Fáið unga fólkið, sem er að ganga í félögin til þess að gerast áskrifendur hans. Sendið afgreiðslunni jafnóðum nöfn þeirra. Takmarkið er: Fleiri áskrifendur. Stærra og fjölbreytt- ara tímarit. Ef helmingur allra Ungmennafélaga i landinu gerð- ust áskrifendur, gæti Skinfaxi stækkað um helming, án þess að hækka í verði. Nýir héraðsstjórar. Á héraðsþingum ungmennasambandanna síðastli’ðinn vetur hafa nokkrar breytingar orðið á formönnum héraðssambandanna. Hjörtur Hjálmarsson Flateyri er nú for- maður U.M.S. Vcstfjarða í stað Halldórs Kristjánssonar, Kirkju- bóli. Arngrímur Gíslason, Hólmavík, formaður Iléraðssambands Strandasýslu í stað Ingimundar Ingimundarsonar, Svanshóli. Hjalti Ilaraldsson frá Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal for- maður U.M.S. Eyjafjarðar í stað Björns Daníelssonar, Dalvík. Giiðni Árnason, Raufarhöfn, formaður U.M.S. Norður-Þingey- inga í stað Björns Þórarinssonar, Kílakoti. Fráfarandi formenn hafa allir starfáð ágætlega að málefn- um ungmennafélaganna á sambandssvæðum sinum og flestir um langan tíma. Þeir liafa sýnt ágæta skilvisi á skýrslum

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.