Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Page 7
hafa efni á að missa, sem kannski
er heldur ekki von.
Það var í ágúst 1964 er m.s.
Hvítanes var á heimleið eftir að
hafa losað saltfisks farm í Bilbao
á Spáni og Bayonne, Concasneau
og Les Sables de Olonne í Frakk-
landi. Þetta höfðu verið ánægju-
legir dagar. Það hafði aldrei
dregið ský fyrir sólu alla ferðina
og á öllum stöðunum hafði skip-
inu verið tekið með kostum og
kynj um. Þetta voru allt skemmti-
legir baðstrandarstaðir, og Hvíta-
nesið lá alveg upp við baðströnd-
ina og baðstrandargestirnir komu
í endalausum röðum til að skoða
skipið hátt og látt, eins og þeir
hefðu aldrei skip séð eða Islend-
inga.
Ef ekki hefði hent okkur það
óhapp, þegar verið var að gera
sjóklárt á síðustu höfninni, að
einn hásetinn féll ofan í lestina,
þá hefðum við verið hæst ánægð-
ir með að snúa stefninu heim. En
nú vorum við uggandi um þenn-
an félaga okkar, sem við hífðum
líflausan upp úr hinni djúpu lest
og fluttum í ofboði á stóra spítal-
ann við hafnarmynnið.
Þegar við svo sigldum út úr
höfninni, stóðu sjúkrahúss-nunn-
urnar í röðum úti fyrir spítalan-
og veifuðu til okkar í sífellu og
krossuðu á eftir okkur.
Hvítanesið var nú tómt, borð-
hátt og klauf öldurnar hraust-
lega. Við vorum komnir norður
fyrir Le Quesant, sem er vest-
asti oddi Frakklands þegar okk-
ur barst skeyti frá útgerð skips-
ins um að við ættum að fara til
eyjarinnar Ibiza í Miðjarðarhafi,
taka þar saltfarm og flytja til
Færeyja! Mörgum um borð kom
þetta á óvart, þar sem skipið var
búið að sigla tómt í nokkra daga
áleiðis heim, en því síðan snúið
við og látið sigla suður fyrir
Gíbraltar.
Þetta var þó síður en svo leið-
inleg ferð suður með ströndum
Spánar og Portúgal. Þegar siglt
var framhjá Lissabon í björtu
og borgin blasti við okkur, var
okkur skipverjum hugað til á-
nægjulegrar veru okkar þar ferð-
VÍKINGUR
ina á undan, en ég tel Lissabon
tvímælalaust einhverja fallegustu
og mest aðlaðandi borg, sem ég
hefi komið til.
Þegar við sigldum framhjá
Trafalgarhöfða, þar sem Nelson
háði sína frægu sjóorustu, varð
okkur hugsað til þessa gamla sæ-
garps og er ég viss um, að hon-
um hefði þótt mikið til koma, að
sjá þau miklu og fögru skip, sem
þarna áttu nú leið um.
1 gegnum Gíbraltarsund sigld-
um við í ljósaskiptunum og sá-
um höfðann mikla, sem stendur
á mörkum tveggja heimsálfa,
bera við himinn og var það fög-
ur sjón. Umferðin þarna um
sundið var alveg gífurleg. Skipin
komu þarna að úr öllum áttum
og af öllum þjóðum. Það var eins
og við mynni Miðjarðarhafsins
væri einhver sogdæla, sem sogaði
öll heimsins skip til sín.
Suðurströnd Spánar líturmjög
sólbrennd út í fjarska að sjá og
víða lítill gróður í hlíðum, en
fjöll víða reisuleg. Þegar Balease-
eyjar komu í augsýn, var allt
eitthvað gróðursælla.
Til Ibiza var komið árla morg-
uns í þann mund er hin rós-
fingraða morgungyðja var að
svifta blænum frá andlitinu og
fyrstu sólargeislarnir klufu tært
loftið. Þá var gaman að taka
stýrið úr sjálfstýringunni og
vinda stefni að þessari fögru
eyj u, sem birtist okkur í morgun-
skímunni.
Eyjan Ibiza er þriðja stærsta
eyjan í þessum fagra eyjaklasa,
sem laut Márum fram á 13. öld
og kristnaðist síðast af Evrópu-
löndum. Mikið og margt má
skrifa og segja um Ibiza, þessa
perlu Miðjarðarhafsins, sem
ferðamannaskarinn hefur í raun-
inni ennþá ekki uppgötvað. Fólk-
er því einlægt og alúðlegt við ó-
kunnuga og lítur ekki á þá sem
tæki til fjáröflunar.
Um þessar gróðursælu eyjar
hafa legið krossgötur sæfara frá
öllum tímum. Kaldear, Forn-Eg-
yptar, Föníkumenn, Karthago-
menn, Rómverjar, Vandalir,
Normannar, Tyrkir og Márar að
ógleymdum Spánverjunum, er
unnu eyjarnar af þeim síðast-
nefndu um það leyti er Sturlung-
ar voru í essinu sínu á íslandi.
Merki alls þessa má líka sjá á
fornminjasafninu í Ibiza og öðr-
<$>■
■<s>
La Canal.
Hvítanes úti á legunni, þar sem saltið er flutt um borS.
-----------------------------------------------------------------
287