Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Blaðsíða 11
Komið hefur í ljós að grænu skjaldbökurnar fara reglubundið milli heimahaga sinna og sér- stakra staða, þar sem þær verpa. Ratskyn þeirra virðist svo mikið, að þeim tekst að finna eyju eftir 1400 mílna langa sjóferð. Hvað erfiðast til úrlausnar varðandi hegðun dýra er hæfi- leiki sumra tegunda til að ferð- ast reglulega til afskekktra eyja úti í regin hafi. Mest er vitað ARCHIE CARR: um langferðir fuglanna. Nýlega hafa menn komizt að raun um að græna skjaldbakan getur engu síður en krían og albatrossinn fundið afskekktar eyjar. Vegna þess að grænu skjaldbökurnar synda hægt á yfirborðinu eða aðeins undir því, ætti að reynast auðveldara að fylgjast með ferð- um þeirra en fugla, fiska og hvala. Mikilvægt getur reynzt þeim mönnum, er rannsaka rat- skyn dýra,f að athuga grænu skjaldbökurnar. Vitneskju um ratvísi grænu skjaldbakanna hafa menn öðlast við að kynnast háttum kvendýr- anna, sem venjulega hafast við nálægt strönd Brasilíu. Að því er virðist synda þær alla leið til Ascensioneyjar á tveggja eða þriggja ára fresti til að verpa, en eyjan er aðeins fimm mílur í þvermál og í 1400 mílna fjar- lægð. Á þróunarskeiði sínu hafa skjaldbökurnar öðlast hæfileika til að finna rétta stefnu og halda henni yfir opið haf. Vandinn við Grímur Þorkelsson. slíka sjóferð virðist vera mjög mikill, en sú staðreynd blasir við að skjaldbökurnar eru honum vaxnar. Grænu skjaldbökurnar hafast við í hlýjumsjóvíðsvegaráhnett- inum. Fullorðnar geta þær orðið 500 pund að þyngd eða vel það. Grænu skjaldbökurnar eru gras- ætur og lifa á svonefndu skjald- bökugrasi, sem mikið vex af, þar sem skjólgott er á grynningum í hitabeltinu. Þótt grænu skjald- bökurnar hafist við á ýmsum svæðum víðs vegar í heiminum og auki þar kyn sitt, hefur þró- un þeirra flestra yfirleitt orðið án sjáanlegra sérkenna. Grænu skjaldbökurnar á Kyrrahafi eru aðeins lítið frábrugðnar grænu skjaldbökunum við Atlantshaf að lit og lögun. Eina svæðið, þar sem tegund með vel greinanleg- um sérkennum hefur þróast er við norðurströnd Ástralíu og kall- ast sú tegund Chelonía depressa. Grænu skjaldbökurnar verpa að- eins þar sem meðalhiti vatns- yfirborðsins kaldasta tíma ársins er ofan við 68 gráður á Fahren- heit. Við Atlantshaf virðast norð- urtakmörk varpstöðva þeirra hafa verið við Bermudaeyjar. En hvítir menn, sem þangað komu, útrýmdu fljótt stofninum. Nyrztu takmörk grænu skjaldbökunnar, sem vitað er um, er Freigátu- grunnið franska úti fyrir strönd- um Havaiieyja. Þar til fyrir fáum árum var helztu upplýsinga um grænu skjaldbökurnar að finna í mat- aruppskriftum og munnmæla- sögum. Nokkur staðgóð þekking var þó fyrir hendi, meðal annars athuganir Edwards Banks á skjaldbökueyjunum í Sarawak og athuganir James Hornells á Sey- chelle-eyjum undan ströndum Austur-Afríku, P. S. P. Derani yagala safnaði upplýsingum á Ceylon og F. W. Moorhouse á Miklu rifgirðingu (Great Barrier Reef) við Ástralíu. Seinna söfn- uðu þeir Tom Harrison og John R. Hendricksson miklum fróðleik á Samavak umæxlunogvarpvenj- ur hins stóra skjaldbökustofns þar. Frá því 1955 hef ég og sam- starfsmenn mínir við Florida- háskóla notið styrkja úr vísinda- sjóði til rannsókna á grænu skjaldbökunum í Tortuguero í Costa Rica, en þar eru nú einu varpstöðvar þeirra við Vestur- Karíbahaf. Á grundvelli allra þessara athugana er kleift að koma saman frásögn, ófullkom- inni þó, um lífsvenjur grænu sk j aldbökunnar. Þótt grænu skjaldbökurnar séu aðallega sjódýr, fara þær stund- um í land á fáeinum stöðum við Kyrrahaf til að baka sig í sól- inni. Þær hafa sézt á smáeyjum þar sem þær liggja í sólskini inn- an um seli og albatrossa. Skjald- bökurnar við Kyrrahaf verpa jafnvel stundum á daginn. Hvorki virðast skjaldbökurnar við At- lantshaf baka sig í sólskini né umimiiiimiimmiiimiiimiiiiiimiimiiiiiimmiiimiiimiiiiiiimmiiiiimiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiimmiiiiimimimiimmimiiiimmiii Grímur Þorkelsson þýddi. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm grænu skjalilliökiiiiiiar VÍKINGUR 291
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.