Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Side 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Side 13
varptímanum. Jafnvel þegar kyn- mök fara fram áður en varp hefst, hljóta þau að gerast að minnsta kosti, eftir að sum egg kvendýrsins eru farin að skurna. Það virðist þess vegna vera ólík- legt að nokkurt eggjanna sé ár- angur frjóvgunar frá kynmökum yfirstandandi varptíma. Kynsam- bandið er að líkindum til frjóvg- unar á eggjum seinni varptíma eftir tvö eða þrjú ár. Þegar skjaldbökurnar koma til varp- strandarinnar fara kvendýrin í land þrisvar til sjö sinnum til þess að verpa eggjum í sandinn. 12 dagar líða venjulega milli varpferða í land og eggjafjöldi 1 hvert skipti er um 100. Hvert egg er um tveir þumlungar í þver- mál. Skurnið er mjúkt og ný- orpið er það með einkennilegri dæld, sem ekki lagast þótt þrýst sé á það. tJtungunartíminn er um 57 dagar. Þegar ungar grænu skjaldbak- anna eru komnir úr eggjunum yfirgefa þeir hreiðrin og taka stefnuna venjulega beint til sjáv- ar, jafnvel þótt þeir sjái hann ekki, vegna þess að sandöldur eða annað skyggir á hann. Tilraunir með margar sjó- og vatna skjald- bökur benda til, að stefnuvitið byggist á meðfæddum viðbrögð- um við birtu loftsins yfir opnum sjó. Auðséð er að ekkert átta- skyn kemur hér til greina, marg- sinnis hafa litlar skjaldbökur úr hreiðrum á strönd Karíbahafs verið fluttar loftleiðis þvert yfir Costa Rica og látnar yfirgefa tilbúin hreiður á Kyrrahafs- ströndinni. Þótt sjórinn væri það- an í gagnstæðri átt, komust ung- arnir í vatnið jafn auðveldlega og hreiðurfélagar þeirra á heima- ströndinni. Þegar ungarnir eru komnir í sjóinn er sjósækni þeirra fullnægt, annars konar eðli lætur þá til sín taka, eða þeir synda, þar til þeir greina ekki lengur neinn mun á birtu yfir sjó og landi, þá eru þeir vafa- laust komnir þangað, sem straum- ur fer að fleyta þeim áfram. Þar sem fullorðnar skjaldbökur ferð- ast langar leiðir hljóta þær að vera gæddar einhvers konar átta- viti. Þessi eiginleiki kann að leynast með ungunum. Athugan- ir ,sem nýlega voru gerðar af Klaus Fischer á tilraunastofu Dukeháskólans, virtust sýna þetta. 1 náttúrlegu umhverfi virð- ist átta- eða stefnuskynið koma til sögunnar þegar ekki er leng- ur unnt að greina mun á birtu loftsins yfir landi og sjó. Hvað, .. ............................................ f ^Wv v'h' ' ' b • •; v.i" > ; 1 I m - ' | urnar hafast viS og afla sér fæSu, svörtu deplarnir sýna meiriháttar varpstöSvar. AuSir hringar sýna minniháltar varpstöSvar. Hringar meS kross sýna afrœktar varpstöSvar. VÍKINGUR 293

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.