Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Qupperneq 19
I
Ný áætlun um að bjarga
„ANDREA DORIA"
Bandaríski bj örgunarfræðingurinn, Captain Don Henry,
hefir birt áætlun um að bjarga ítalska farþegaskipinu „Andrea
Doria.“ Verðmætin, sem um er að ræða, ef björgunin heppnaðist
eru áætluð um 60 milljónir dala.
Captain Henry segir að hann hafi myndað bj örgunarfélag,
sem geri ráð fyrir að geta bjargað skipinu á 60 dögum. Andrea
Doria sökk eftir árekstur við sænska farþegaskipið „Stock-
holm,“ 26. júlí 1956. Hann hugsaði sér að dæla lestar og öll
rúm í hinu sokkna skipi full af plastfroðu. Hann segir að
ítalska skipafélagið sé búið að gefa upp alla von um björgun, og
allar skaðabótakröfur vegna slyssins séu að fullu upp gerðar. Ef
einhverjum tækist að bjarga skipinu, væri það hans eign. Skipið
sjálft er að hans sögn 15 milljón dala virði. Milljón dala virði
í ávísunum, gimsteinum og peningum voru í peningaskápum
skipsins. Meðal hinna íburðarmiklu skreytinga í sölum skipsins,
voru verðmæt málverk, meðal þeirra nokkur eftir Rembrant. 1
farmi skipsins er meðal annars tilraunabifreið, smíðuð hjá Ghia
í ftalíu, talin vera 200,000 dala virði, sem Chrysler bifreiða-
félagið vill gjarnan eignast.
Aðferðin, sem ráðgert er að nota við björgunina er í því
fólgin að dæla fljótandi plastfroðu inn í lestar og önnur rúm
skipsins. Þar mundi plastið harðna og verða svo fyrirferða-
mikið, að nægja mundi til þess að lyfta tíföldum þunga þess.
Captain Henry, sem er kafari að atvinnu, segir að hann hafi
verið á þilfari Andrea Doria, þar sem hún liggur á hafsbotnii,
og þykist sannfærður um að áminnst froðutækni komi að notum.
Eftir Shipb. and Sh. Rec.
H. J.
ur kann að bera skjaldbökurnar
langt af réttri leið, þær verða að
geta leiðrétt stefnu sína fyrir
straumi og vindi, annars ná þær
aldrei landi á Ascension. Sigl-
ingamenn nútímans verða að
gera þessar leiðréttingar með
bæði breiddar og lengdarathug-
un. Breiddina geta þeir fundið
með því að mæla hæð sólarinnar
á hádegi. Lengdin verður ekki
fundin með jafn einfaldri aðferð.
Samt sem áður er vert að athuga
uppástungu Pennycuicks varð-
andi ferðir skjaldbakanna til As-
censioneyjar. Skjaldbökur á
austurleið gætu þá leiðrétt af-
driftar skekkjur með einfaldri
breiddarathugun. Jafnvel það
eitt væri undraverður hæfileiki
hjá dýrum.
Til þess að afla meiri þekking-
ar á ferðatækni grænu skjald-
bakanna þarf að fylgjast með
ferðum þeirra alla leiðina yfir
hafið. Við Flóridaháskóla höfum
við hafið byrjunartilraunir í þá
átt, með því að láta skjaldbökur
draga á eftir sér flotholt. Við
það er festur helíum fylltur belg-
ur, sem svífur yfir flotholtinu og
sýnir stað skjaldbökunnar. Þetta
virðist lofa góðu á stuttum leið-
um. Með aðstoð tilraunastofu
flotans erum við að undirbúa til-
raunir, sem felast í því að koma
fyrir radíósenditækjum á bök-
um skjaldbakanna, á flotholtum
eða helzt af öllu að festa þeim
á helíumbelgina. Vegalengdin frá
Brazilíu til Ascension hefur þó
til þessa valdið áhyggjum og ótta
við að ekki reyndist unnt að halda
uppi sambandi við skjaldbök-
urnar.
Þetta getur þó brátt breytzt.
Stjórn flugmála og geimferða
hefur í hyggju að koma fyrir
tækjum í gervihnöttum til vís-
indalegra rannsókna í tengslum
við sérstaka áætlun („Apollo
program). Gervihnettir kunna að
reynast árangursríkustu tækin,
sem völ er á, til öflunar upplýs-
inga um leiðir skjaldbakanna til
eyjarinnar Ascension. Grænu
skjaldbökurnar gætu óþæginda-
laust dregið flotholt með sendi-
VÍKINGUR
tæki langar vegalengdir. I hvert
sinn, sem gervihnötturinn kæmi
í færi við senditæki skjaldbök-
unnar tæki hann við merkjum
þess og endurvarpaði til stjórn-
stöðvar, en síðan væri staður
skjaldbökunnar settur út í kortið.
Mikilvæg tilraun með þessari
aðferð væri að sleppa radíóbún-
um skjaldbökum nokkur hundruð
mílur austur af Ascension, þar
er straumurinn í vestur og því
enginn efnafræðilegur leiðarvísir
til staðar. Ef skjaldbökurnar röt-
uðu samt sem áður til varpstöðv-
anna á eyjunni, væri þar með
sannað, að þær styddust ekki við
efnafræðilegan leiðarvísi. Ef
hægt er að skera úr um atriði
eins og þetta með aðstoð gervi-
hnatta kynni notkun þeirra við
rannsóknir á ratskyni dýra (ani-
mal navigation) að margborga
fyrirhöfnina.
299