Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Qupperneq 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Qupperneq 23
beita — og svo í nýjan róður. Þó voru lifrarferðirnar lang-erfið- astar. Lifrina fluttum við annan hvern dag til Keflavíkur í tunn- um, er bundnar voru á gamlan handvagn. Við fórum alltaf tveir saman. Vegurinn milli Njarðvík- ur og Keflavíkur var feikna vondur, blautur og gljúpur moldarvegur. Vagninn með lifrartunnunum sökk oft upp í öxla í for og leðju. Stundum var krap, snjór eða bleytubylur. En hvað þýddi að kvarta? Verkefnin biðu. Maður varð að duga eða drepast. Vertíðinni var lokið. Það var komið fast að páskum. Fólkið var kvatt og því þökkuð vinsemd og aðhlynning, er við höfðum hlotið í svo ríkum mæli; það hafði tekið okkur með fádæma velvild og hjálpfýsi. Haldið er til Reykjavíkur með fullstaðinn vertíðarfiskinn á tveimur stórum mótorbátum. — Honum er skipað upp á Kirkju- sandi við Reykjavík, þar sem hann var seldur og greiddur út í hönd. Sjálfir urðum við að kasta honum úr lest og aka hon- ur á handvögnum upp lausa tré- bryggju og skila honum á vigt. Að því loknu var haldið inn í sjálfa Reykjavík, því að Kirkju- sandur var þá einskonar sveit, í nær engum tengslum við bæinn. Við lögðum Óla við Siemsens- bryggju; fengum okkur svo olíu, vatn og annað er við þurftum til heimferðarinnar. Sigurður lét okkur fá peninga, svo við gætum keypt smávegis fyrir okkur og til glaðnings þeim, er heima voru. Nú fórum við um borgina og skoðuðum bæinn. En sú stærð á öllu! Það var nú meira en lítið í okkar augum, sem aðeins höfð- um séð Suðureyri og litlu Njarð- vík. Þó náði Reykjavík þá ekki um holt og hæðir, eins og nú er. Nei, byggðin inn með Laugaveg- inum var nokkuð samfelld inn á Frakkastíg og náði lítilsháttar inn í Skolavörðuholt. Hvað fannst manni svo mest um vert, og hvað vakti mesta VÍKINGUR gleði hugans í höfuðborg Islands, er maður leit hana í fyrsta sinn á því herrans ári 1916? Eg veit ekki um hug félaga minna í því efni. En hvað mig snerti, þá var ég lang-hrifnastur af legu bæjarins, útsýninu um eyjar og sund, og þeim fagra fjallahring er umvafði þessa ungu og ört vaxandi borg. Húsin og göturnar hrifu mig ekki, en af „Útilegumanninum,“ mynda- styttu Einars Jónssonaríanddyri Islandsbanka, varð ég svo heill- aður, að það var hrein heppni að ég lokaðist ekki inni í bankanum. Þá var það Skólavarðan. Ég dáðist að strákunum úr Latínu- skólanum, hve sniðugir og dug- legir þeir höfðu verið að hlaða slíkan minnisvarða, sem hér myndi standa um alla tíð, þeim til ævarandi sóma og borgurun- um til augnayndis. Og loks var það fólkið, þessi ósköp af prúðbúnu myndarfólki, æðandi fram og aftur um allar götur og troðninga án tilgangs og starfs, að því er virtist. Margt var að sjá. Ég man, hve okkur strákana langaði til að skoða bæinn betur, þó ekki væri nema hálfa stund. En Sigurður sagði: „Nei. Heim skal halda, nú strax.“ Þá tilkynnti ekkert Ríkisút- várp eða aðrar stofnanir um lægðir eða veðurútlit yfirleitt. Við sigldum í því efni út í óviss- una, eins og allir aðrir. Það var létt yfir okkur öllum, er við fórum framhjá Engey og tókum stefnuna út í Faxabugt, því að nú vorum við á heimleið, og hver hlakkar ekki til heim- komunnar? Við fórum að spjalla saman og segja hver öðrum um kaupin, sem við höfðum gert í fínu verzl- ununum í Reykjavík. Einn hafði keypt sér dýrindis, svartan, harð- an hatt, er hann sýndi okkur og mátaði á kolli sínum. Svona virðulegt höfuðfat höfðum við engan séð bera heima, nema prestinn okkar. Við litum því til hattsins með lotningu, þar sem hann hékk nú á nagla í lúkarn- um milli barómeterins og klukk- unnar og rúllaði til og frá eins og Óli á öldum Faxabugtar. Við vorum komnir langleiðina yfir Faxaflóa. Vindurinn var norðvestan og allkröpp bára, er boðaði, að veðrið myndi aukast eftir því sem norðar kæmi. Vélin gekk á fullri ferð; auk þess sigld- um við með segli og fokku. Ferð- in sóttist vel. Þykkur bakki huldi norðurloftið, og dimmt var í há- lofti. Sigurðar vakt var uppi. Vindur jókst nú stöðugt, og dimmdi að nóttu. Við tókum fokkuna niður, því að nóg var siglt. Veðrið — það kom eins og byssukúla: þreifandi bylur, hvít- freyðandi öldur, og sortinn svo að ekki sá út fyrir borðstokkinn. Óli kastaðist á hliðina, svo að sjór rann í seglið. öll lunningin var í kafi og sjórinn inn á mitt dekk. Ég sá ofan í grængolandi öldudalinn, sem við lágum í. Var ég hræddur? Kannski. Ég hugsaði ekki til Guðs, enda ungl- ingur þá, sem vissi ekki hve þýð- ingarmikið það er að hafa Guð ávallt í huga. En til móður minn- ar hugsaði ég; mér fannst hún hjá mér. Sigurði tókst að snúa bátnum uppí, svo seglið missti vindinn. Allir voru komnir upp; það þurfti engan að vekja. Óli rétti sig, og hann sagar í freyðandi öldurnar. Seglið er rifið niður. Allt er bundið og skorðað, sem ofandekks er. Ekkert æðruorð heyrist. Hinir fáklæddu menn flýta sér í lúkarinn, áður en*þeir verða holdvotir af ágjöfinni. Lax- dal fyrstur, svo Sveinbjörn. — Hann rekur fótinn gegnum harða hattinn, sem dottið hafði af nagl- anum sínum og lent í stigatröpp- unni. Allir fara að brosa. Og þeg- ar Einari datt í hug að draga hattinn upp eftir fæti Svein- bjarnar og færa hann allt upp fyrir hné hans, varð hávaðinn ekki minni í lúkarnum, en í hin- um úfnu öldum, er stanzlaust brutu um stefni Óla. Síðan var hattinum fórnað í faðm Ægis. 303
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.