Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Qupperneq 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Qupperneq 27
kunnugt, að bláhvalurinn fæðir afkvæmi sín við miðbaug jarðar, og á hann einn lifandi unga í einu, sem vegur eitt tonn og er um 7 metrar á lengd. Meðgöngutíminn er 11 mánuð- ir og er unginn á brjósti í 7 mán- uði. Þar sem bláhvalurinn lifir í íshöfunum nú í Suður-lsháfinu, en þar er svifið aðalfæða hans, verður hann að ferðast alla leið að miðbaugi til að eignast unga sína og til baka aftur. Hvernig hann ratar þetta, er vísinda- mönnum enn mikil ráðgáta. Bláhvalurinn syndir með 30— 40 km. hraða á klukkustund. En hvernig kemst þessi risi hjá að reka sig á neðansjávarsker og ókunnar strendur, er hann ferð- ast meðfram á dýpi, sem skiptir tugum og hundruðum metra? Sjónin kemur á þessu dýpi að engu gagni. Sjónvídd hvalsins undir yfirborði sjávar er mest tuttugu til þrjátíu metrar beint fram. Samt kemst hann hjá að reka sig á. Og hvalveiðimenn eru til vitnis um það, að bláhvalur- inn hefur hæfileika til að synda framhjá mjög grönnum kaðli og varast að reka sig á hann. Þótt sjónvídd hvalsins sé mun meiri ofansjávar, þá eru þó takmörk fyrir því hversu mikið hann get- ur áttað sig, er hann kemur upp til að anda. Áður héldu menn að bláhvalur- inn hefði sama eiginleika og lax- inn að geta bragðað sig áfram í hafinu. Hollenzki hvalrannsóknarinn E. J. Slijper hefur afsannað þessa kenningu. Hann hefur gert margskonar tilraunir á þefskynj- un bláhvalsins og komizt að þeirri niðurstöðu að þefskyn hvalsins er mjög lélegt. Og sama gildir um bragðið. — Bláhvalurinn gleypir bara smádýrin og lætur þau svo sáldrast niður í sig gegnum hval- skíðin. Aftur á móti bendir vísinda- maðurinn á, að tilfinninga- og heyrnarskynið sé fullkomið. Haf- ið er fullt af alls konar hljómum og titringi, sem enginn vafi er á að hvalirnir skynja. — Þótt hval- VlKINGUR irnir hafi ekkert ytra eyra, sem reyndar væri gagnslaust neðan- sjávar, þá heyrir hann . hljóð með sveiflur allt að 150000 á sek. Mannseyrað heyrir ekki hljóð með hærri tíðni en 20000 á sek, köttur heyrir upp í 50000, mús 90000, en leðurblakan allt að 175000 sveiflur á sek. Heyrn hvalsins er því mjög lík heyrn leðurblökunnar. Sljiper lét sér því til hugar koma, að hval- urinn notaði heyrnarskyn sitt á sama hátt og leðurblakan, þegar hann ferðast — hefði nokkurs konar innbyggðan bergmálsmót- takara. Seinni tilraunir sýna að þessi tilgáta er rétt og er þá komin skýring á því, hvernig bláhvalur- inn ratar á fæðingarslóðir sínar. Hann fylgir ströndum landanna, án þess að sjá þær og þreifar sig áfram með heyrnarskyni sínu einu saman. Margt er þó hulið í sambandi við bláhvalinn. Þannig er það enn óskýrt, hvernig hvalurinn getur sífellt skipt um að vera á miklu dýpi og grunnu allt upp í yfir- borðið, án þess að verða veikur. Þrýstingurinn er það mikill, að ástæða væri að halda, að blóðið fylltist köfnunarefni. En þetta á sér alls ekki stað hjá bláhvalnum, sem auðsjáanlega býr yfir hæfi- leikum til að draga út hina hættu- legu lofttegund, sem köfnunar- efnið er. Svefn hvala er einnig ráðgáta. Enginn vafi er á að hvalurinn verður að sofa uppi í yfirborðinu, annars yrði hann að vakna á 10 mínútna fresti til að koma upp og anda, en enn hefur enginn séð hann sofa. ♦ í náttúrunni eru margar furðu- legar skepnur. Bláhvalurinn er ein stórkostlegasta þeirra. Von- andi verður komið í veg fyrir gereyðingu hans, en illa horfir nú um framtíð þessarar stórfeng- legu skepnu. 307
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.