Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Síða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Síða 28
Skólaskipið „Danmörk" er eins og elskuleg fög- ur kona. Háu siglutrén, ránnar og skínandi seglin er eitthvað til að horfa á---það minnir á löngu liðna stund. En þetta skip er engu þýðingarminna fyrir Danmörku heldur en gljáandi rennileg vöru- og olíuflutningaskip landsins. Um borð í þessu skipi hljóta verðandi yfirmenn í danska kaupskipaflotanum menntun sína. Hvers vegna að nota seglskip til þjálfunar yfir- manna, þegar fjöldinn allur af nýtízkulegum vél- knúnum skipum eru fyrir hendi, sem halda ferð sinni óháð veðri? Ferð til sjós á fullkomnu seglskipi, einkum ef viðkomandi er nemi um borð, verður fljótt til að greina sundur mann og dreng, sjómann og land- krabba. Skipstjórinn á skólaskipinu „Danmörk“, Knud L. Hansen, segir, að ekkert þjálfi yfirmenn skipa betur en vera þeirra um borð í fullkomnu seglskipi. ,,DanmörJc“ var teiknað af Aage Larsen og smíð- að í skipasmíðastöðinni í Nakskov. Smíðinni lauk 1933 og tók þá danska ríkið við skipinu. Skipið er fullriggað þrímastrað seglskip með stálskrokk og rár og möstur úr stáli. Það er 790 tonn að stærð og ólíkt hinum miklu seglskipum fyrri daga að því leyti að það er búið hjálparvél, sem knúið getur það áfram með 9,5 mílna hraða á klukkustund. Vélin er 500 hestafla Frich diesel- vél, sem knýr þriggja blaða skrúfu. Skipið er einn- ig búið hjálparvélum til rafmagnsframleiðslu, frystivélasamstæðu, rafmagnsdrifnum dælum, rad- ar, Decca og dýptarmælum. Frá 1933 til 1940 var skipið í stöðugum ferðum og þjálfaði nemendur í 120 manna hópum, og það var meira en hið erfiða líf um borð í seglskipi, sem nemendurnir fengu að kynnast. Vorið 1940, þegar skipið var statt í Jackson- ville á Florida, komu fregnir um hernám Þjóð- verja á Danmörku. Lá skipið þama um kyrrt, þar til árásin var gerð ,á Pearl Harbour, en þá var skipið tekið í þjónustu Bandaríkjamanna. 308 Knútur L. Hansen, skipstjóri. Flestir hinna ungu manna um borð í „Dan- mörku“ réðu sig til starfa hjá Bandamönnum á skipum þeirra. Sjö urðu skipstjórar innan við 21 árs aldurs. Fjórtán þeirra fórust á sjónum. Skipstjórinn, Hansen, fyrsti stýrimaður, Langa- vaard, 2. stýrimaður Roemer, skipslæknirinn o. fl. héldu áfram störfum sínum á skipinu og þjálfuðu unga menn til þjónustu í Coast Guard. Á þennan hátt áttu Danirnir sterkan þátt í að þjálfa menn til að ráða niðurlögum þýzka arnarins. Meðan nemarnir dvöldust við nám í Coast Guard stofnuninni í New London, var þeim veitt 4 vikna þjálfun um borð í skólaskipinu og nemarnir þar VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.