Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Side 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Side 37
Ingibergur Gíslason. „Víkingur“ 12,35 tonn. SmíSaSur í Danmörku 1925. Ingibergur Gíslason, Sandfelli, er fæddur á Eyrarbakka 16. jan. 1897. Foreldrar: Gísli Karelsson og kona hans Jónína Þórðardótt- ir. Ingibergur ólst upp á ýmsum bæjum í Flóa. Strax og aldur leyfði byrjaði hann sjómennsku, fyrst á Eyrarbakka og síðar í Faxaflóa. Til Vestmannaeyja fór hann fyrst 1919 og var þá há- seti á ,,Kristbjörgu“ hjá Þórarni Guðmundssyni. Eftir það er hann vélamaður á ýmsum bátum allt til 1927, að hann byrjar for- mennsku með „Frans.“ Eftir það er Ingibergur með eftirtalda báta: „Helgu,“ „Ásdísi,“ „Stakk- árfoss,“ „Skíðblaðnir," „Mýrdæl- ing“ og „Auði,“ sem hann er for- maður fyrir fram á þennan dag. Þá hefur Ingibergur verið for- maður í 36 ár, síðustu 20 árin hefur hann stundað dragnóta- veiðar. Ingibergur er góður sjó- maður, athugull og stjórnsamur formaður. ,JIöfrungur“ 23.62 tonn. SmíSaSur í Danmörku 1917. Jón Tómasson var fæddur að Arnartungu í Staðarsveit 3. des. 1896. Foreldrar: Tómas Jónsson og Margrét Jónsdóttir. Jón fór ungur með foreldrum sínum til Víkur í Mýrdal og ólst þar upp. Jón fluttist til Vestmannaeyja 1921 og gerðist þar sjómaður og var háseti á m.b. „Gnoð“ hjá Sig- urði Ingimundarsyni og síðar á „Atlantis“ og „Blika“ með Sig- urði. Formennsku byrjar Jón á „Höfrungi 111“ 1926, jafnhliða stundaði Jón síldveiðar fyrir Norðurlandi, á þessum bát. Jón hætti fljótlega formennsku, en stundaði sjó allt til dauðadags. Jón var talinn góður sjómaður, viss og ábyggilegur, enda var hann mesta hreystimenni. Jón lézt 28. sept. 1953. 1 síðasta blaði var sagt að Guðni Gríms- son hcfði verið með ýmsa báta til 1926, en átti að vera til ársins 1963. „Lundi" 13.11 tonn. SmíSaSur í Danmörku 1925. Þorgeir Jóelsson, Fögruvöllum, er fæddur í Vesturhúsum í Vest- mannaeyjum 5. júní 1904. For- eldrar: Jóel Eyjólfsson og Þór- dís Guðmundsdóttir. Þorgeir byrjaði ungur sjó- mennsku, eða um fermingu á opnum bát með Benóný Friðriks- syni í Gröf og síðar á vélbátnum „Ester“ og ,,Sigríði“ með Vigfúsi í Holti. Formennsku byrjaði Þor- geir 1925 með „Lunda I.“ Eftir þá vertíð kaupir Þorgeir „Lunda 11“ með fleiri mönnum og hefur formennsku á honum í 30 vertíð- ir, og mun það sjaldgæft að for- maður sé með sama bát svo lang- an tíma. Einnig var Þorgeir með „Hörpu,“ „Hrafn“ og loks „Von 11“ fram yfir 1960 og hefur þá verið formaður í 36 vertíðir. — Þorgeir var maður, sem alltaf skilaði sínu, honum brast aldrei vertíð og var aflakóngur eina vertíð. — Jafnhliða var hann stjórnsamur á allan hátt. VÍKINGUR 317

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.