Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Qupperneq 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Qupperneq 56
Ég skal engu spá um það, hvernig landsmönn- um tekst að skapa sér hyggilegri sambúðarhætti en nú tíðkast. Sáttfýsi og umburðarlyndi í sam- skiptum einstaklinga og stétta er engin lítillækk- un, þarf ekki að stafa af minnimáttarkennd. Sátt- fýsi og umburðarlyndi er heilbrigð skynsemi í reynd. Viðurkenning á því, að það er ekki rétt að ætlast til stærri hlutar en þú hefur til unnið, og gildir að sjálfsögðu jafnt um yfirboðara og undirgefinn. Þjóðfélagið sjálft er ekki annað en stórt sam- vinnufélag. Því má einnig líkja við manninn sjálf- an og hin ýmsu líffæri hans. Væri það ekki noklt- uð fávíslegt ef hægri hendin færi að illskast við þá vinstri, eða ef vinstri fóturinn afsegði að standa með þeim hægri, þegar maður ætlaði að lyfta þungri byrði og allrar orku líkamans er þörf. — Dálaglegt verk það. En einmitt þess konar vinnubrögð höfum við nú iðulega fyrir sjónum. Þegar stórar félagsheildir taka upp slík vinnu- brögð, þá er það ekki vænlegt til farsældar þegar fram í sækir. JÉg tel samtökum vélstjóranna það til gildis, að þau hafa verið hófsöm í málflutningi, Ég held líka að vélstjórarnir hafi yfirleitt skilning á því að allt kapp er bezt með forsjá. Ég hef reynslu fyr- ir því, að margir í röðum þeirra eru víðsýnir og hyggnir. Þeir sjá út yfir dægurþrasið, og gera sér ljóst að ekki ber allt upp á sama daginn. Ég treysti þeim vel, og skora á þá sem stjórna sam- tökunum á komandi árum, að vinna eftir megní að einingu milli þeirra starfsflokka sem þeir eiga skipti við. Þau verk bera sannanlega vinning í sér sjálf. Það ber vott um hyggindi vélstjóranna að þeir hafa löngum haft á dagskránni fleira en kaup- gjaldsmálin. Þeir hafa gert sér far um að virkja samtakamáttinn til fleira en kröfugerðar á hend- ur öðrum, og munu gera betur í þeim efnum á næstu árum. Af framansögðu leyfi ég mér að draga þó álykt- un að vélstjórunum muni vera það betur ljóst en mörgum öðrum starfshópum í okkar þjóðfé- lagi, að þeir eru ekki einir, en með mörgum öðr- um á göngu þessarar þjóðar fram til meiri menn- ingar og betra og fegurra mannlífs, en hún hefur átt við að búa á umliðnum öldum. Ég á þá ósk bezta til handa samtökum vélstjór- anna, að þeim takist á þeirri göngu að fylkja sér sem þéttast undir sínum hvíta fána með merk- inu um tæknikunnáttu þeirra, — kunnáttu sem um skeið hefur verið einn veigamesti þátturinn í framförum þessarar þjóðar og hlýtur að verða það um ókomin ár — og aldir. flukih aýköAt Það þótti í frásögur færandi, og víða getið í erlendum tækniritum, er japönsk skipa- smiðja, á þessu ári, breytti 67.000 lesta banda- rísku olíuflutningaskipi „Lake Palourde" á 4 mánuðum, og eftir breytinguna var skipið 118.000 lestir. Þetta er ótrúlegt en satt, og ameríska blaðið Marine Eng./log, telur að það muni vera algert heimsmet í slíkum breyt- ingum á skipi. Fylgja greininni í áður nefndu blaði margar myndir sem sýna breytinguna á skipinu stig af stigi. Skipið var skorið sundur framan við þilfarshúsin og nýtt stykki „prjónað" framan við. Þetta er að vísu vana- lega aðferðin. En breyting svona stór í snið- um óþekkt. Vegna lengdaraukningarinnar þurfti skipið bæði að breikka og dýpka, varð því að endursmíða bóghlutann líka. Þilfars- hús, sem var á framþiljum gamla skipsins var tekið af í einu lagi og komið fyrir á hin- um nýja hluta. Bæði stefni og stýri varð að endurnýja, það hæfði ekki hinu risastóra skipi. Stýrisvél var breytt að nokkru. Aðal- vél var ekki breytt, en farmdælum var f jölgað. Helztu mál fyrir og eftir breytinguna: Lengd milli BP 234,7 m eftir 285,4 m Breidd 31,7 - — 38,1 - Dýpt 18,29 - — 20,92 - DW lestir 66,800 — 117,966 lestir Hraði í mílum 17,2 — 16,0 Hið nýja „Lake Palourde", segir blaðið, getur tekið 51.000 lestir af olíu meira en áð- ur, en missir aðeins eina mílu af ganghrað- anum. Systurskip frá sama félaginu hefur nú fengið sömu meðferð segir blaðið. H. J. Bátar og formenn . . . Framhald af bls. 316 i 17 vertíðir. Á þessum bát sótti Alexander fast sjó og var í toppnum með afla á bát þennan. Eftir að Alexander hætti við „Gissur" var hann með eftirtalda báta: „Hilmir," „Gísla J. Johnsen" og „Týr," allt fram til 1951. Eftir það hætti Alex- ander sjómennsku. Hann er nú starfsmaður hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. \ 336 VlKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.