Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1965, Side 59
Ávarp Eggerts G. Þorsteinssonar,
ráðherra við setningu 22. þings
F.F.S.l.
Stjóm Farmanna- og fiskimanna-
sambands íslands.
Þingforseti!
Góðir þingfulltrúar.
Það er mér sönn ánægja að fá
tækifæri til að ávarpa þing ykkar
nú við upphaf þess.
Það gerist nú æ tíðara en fyrr á
árum, að haldin eru sérstök þing,
þar sem rædd eru mál hverrar
starfsgreinar fyrir sig. Jafnvel göm-
ul og rótgróin samtök eins og Al-
þýðusamband íslands hafa tekið
þetta form í þjónustu sína og nægir
í því efni, að benda á sérgreina
sambandsþing þau, sem haldin hafa
verið innan vébanda sambandsins að
undanfömu og virðist svo sem sér-
greinasamböndin muni á komandi
tímum, láta meira að sér kveða á
vettvangi félagsmálanna í landinu.
Persónulega hefi ég haft þá skoðun
og hefi enn, að sérgreinasambönd
sjálfra vinnustaðanna, þar sem allir
á sama vinnustað og við hliðstæð
eða skyld störf á öðrum vinnustöð-
um, ■— ættu að vera í einu og sama
sérgreinasambandi. Aðrir telja aft-
ur á móti sérgreinasambönd í því
formi, sem nú er gert, sé spor í
þessa átt og reynist það svo, þá er
vel, og rétt stefnt.
Ég minnist þessa atriðis nú hér,
því telja má að skipulag Farmanna-
og fiskimannasambands íslands sé
meðal þess elzta, sem um getur í fé-
lagsmálasögu þjóðarinnar í áttina
að hugmyndinni um starfandi sér-
greinasambönd.
Væri hins vegar reynt að útfæra
hugmyndina um sérgreinasamband
sjómanna allra, án tillits til starfs
þeirra um borð, þótt t.d. kjarasamn-
ingar yrðu eðlilega í jafn mörgum
köflum og sérgreinastörfin eru, þá
verður að teljast eðlilegast að far-
menn og fiskimenn hvarvetna af
landinu, væru í einu allsherjarsam-
bandi a.m.k. um ákveðin og til-
greind verkefni.
Nú er það síður en svo hugmynd
mín, að gera hér tillögur um fram-
tíðarskipulag samtaka ykkar, það
er verkefni þinga ykkar að ræða og
VlKINGUR
Eggert G. Þorsteinsson,
sjávarútvegsmálaráðherra.
finna endanlegar niðurstöður á. —
Ég minni hins vegar á þá stað-
reynd, að svo virðist sem félagsleg
endurskoðunar alda fari nú um
landið.
Eigi félagsleg hagsmunasamtök
að gegna hlutverki sínu, er nauð-
synlegt, að með vissu millibili verði
starfshættir þeirra endurskoðaðir í
ljósi breyttrar aðstöðu, til að full-
nægja kröfum og óskum meðlima
sinna.
Það hefur oft verið minni ástæða
til endurskoðunar, en nú, slíkum
gjörbreytingum, sem öll þjóðfélags-
bygging vor, hefur tekið — og
og fyrst og fremst hefur þessi
breyting átt sér stað í öllum at-
vinnuháttum landsmanna.
Eðlileg afleiðing þessara breyt-
inga í atvinnulífinu er svo aftur
óhjákvæmileg endurspeglun þess í
starfi þeirra félaga, sem eru í nán-
astri snertingu við hinar ýmsu at-
vinnugreinar.
Eðlilega getur mönnum sýnst
sitt hverjum um það, hverjar breyt-
ingarnar eiga að verða — þ.e. hvaða
„strik á áttavitanum" skuli tekið.
— Um hitt verður vart deilt, að slík
gjörbreyting, sem átt hefur sér stað
undanfarna áratugi í atvinnumálum
landsmanna, hlýtur og að framkalla
breytingar á raunhæfu félagsstarfi.
Verði forystumenn félagsmála al-
mennt ekki vel á verði í þessu efni,
vofir sá skaði yfir, sem öllu félags-
starfi er mest hætta búin af, — þ.
e. að sjálfir meðlimir samtakanna
missi trú á gildi þeirra. — Ég á þá
ósk bezta til samtaka ykkar, að þið
sem skipið þetta þing og til þeirra,
er á næstu þingum Farmanna- og
fiskimannasambandsins sitja, að á-
vallt verði í þessum efnum haldið
fullri vöku.
Það hefur valdið skipstjórnar-
mönnum síldveiðiflotans miklum á-
hyggjum á þessu hausti, þegar
flestra veðra er von, hve erfitt hef-
ur reynst um affermingu aflans á
Austjarðahöfnum. í sambandi við
þennan vanda, vil ég skýra frá því,
að stjórn Síldarverksmiðja ríkisins
hefur í bréfi til ríkisstjórnarinnar
nú fyrir skömmu farið fram á
ríkisábyrgð á láni allt að 30 milljón-
um króna og aðstoð til slíkrar lán-
töku, en fyrirhugaðar eru fram-
kvæmdir hjá verksmiðjunum fyrir
allt að 40 milljónir kr. og eru fram-
kvæmdir fyrst og fremst miðaðar
við endurnýjun á tækjum verk-
smiðjanna, sem eru að ganga úr sér
og þar með til aukinna afkasta,
auknu þróarrými, nýjum löndun-
artækjum og síðast en ekki sízt nýj-
um síldarvogum, — en það hefur
um langan tíma verið mikið bar-
áttumál sjómanna, jafnt yfir- og
undirmanna, að í stað mælingar í
tunnum og málum, verði framvegis
öll síld vegin upp úr skipi. Ríkis-
stjómin hefur nú fallist á þessa
beiðni Síldarverksmiðjanna.
Sérstök nefnd starfar nú við at-
hugun þessa svonefnda „vigtarmáls"
undir forystu Gísla Halldórssonar,
verkfræðings, og er þess að vænta
að á komandi vetri komist veruleg-
ur skriður á framkvæmd þessa bar-
úttumáls sjómanna, en framgangi
þess var af hálfu ríkisstjórnarinnar
heitið á s.l. sumri í viðræðum henn-
ar og síldveiðiskipstjóranna.
Á hverju ári er þjóðin alvarlega
minnt á nauðsyn aukinna slysa-
varna. Enn þá er nauðsyn á að
hvetja til aukinnar samvinnu allra
hlutaðeigandi aðila á sjó og landi
um þessi mál.
Fáar þjóðir munu eiga jafn mik-
ið undir því komið að hér sé vel á
339