Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Page 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Page 6
VÍKINGUR Guðjón A. Kristjáns- son, forseti FFSI. Forystugrein: Kjarasamningar fiskimanna og afstaða samtaka sjómanna til kvótakerfisins Samningaviðrœður við LÍÚ sigldu í strand í byrjun mars síðastliðins og er Ijóst að ekki verður gengið til þeirrar vinnu að nýju án þess að fyrir liggi verkfallsboðun. Þessi strandsigling er afar sérkennileg í Ijósi þess að verulega hefur verið gefið eftir í kröfum afhálfu sjómanna. Það er mat okkar að forystumenn LIÚ, þ.e. for- maðurinn og lögfrœðingurinn, hafi aldrei ætlað sér að gera nýjan kjarasamning. Vilji þeirra til viðrœðna hafi aðeins þjónað því markmiði að velkjast um í sama gamlafarinu og tefja málið uns búið væri að semja milli ASI og VSI, búið væri að teygja málið fram yfir loðnuvertíð og uns búið væri að tefja málsmeðferð í samráðsnefnd fram yfir það að Alþingi væri lokið. Þessum „göfugu“ markmiðum hefur LIÚ nú náð og sjómenn standa í sömu sporum og þegar núverandi ríkisstjórn setti lög á verkfall sjómanna fyrir rúmu ári. Kvóta- braskið dafnar vel og verð til sjómanna fyrir afla upp úr sjó er nú með þeim hætti að líkja mœtti við þjófnað er að ræða hjá sumum þeim fiskkaupend- um sem jafnframt eru útgerðarmenn og njóta þess stórkostlega heiðurs að vera nefndir afburða „ bis- nessmenn“, „menn ársins“ eða „bjartasta framtíð Islands “. Hagnaðartölur „snillinganna“ má hœkka enn með því að þeir með einhliða ákvörðunum sínum tilkynni áhöfnum sínum að um næstu mánaðamót lœkki fiskverð, enda þurfi að ná upp að minnsta kosti 10% arðgreiðslum og hækka hlutafé um 20-30%. Þessir forsprakkar og framtíðarmenn tala manna hæst um lélegt og lítið siðferði þeirra sem sitja á Alþingi eða taka þátt í pólitík. Þaðfer hins vegar minna fyrir siðferðisvandamálum þegar siðferði þeirra sjálfra er skoðað nánar. Það er víst að margir þeir sem skólaðir voru í lífsins sjó og stjórnuðu áður útgerð og vinnslu væru lítt sátt- ir við þau vinnubrögð sem og kúgun, sem beitt er í dag í skjóli kvótakerfis og eignarhalds á afla í sjó og takmarkaðri atvinnu sumsstaðar, þar sem vinn- an er þar að auki aðeins til staðar úr aflaheimild- um og braski sægreifans íplássinu. Það er vissulega svo að staða okkar sjómanna er veik, vegna þess að samtök sjómanna hafa ekki verið samstiga í að hafna því kerfi sem leitt hefur til þess að þeir, sem treyst var á sínum tíma til að hafa aflaheimildir til umráða á skipum sínum, hafa sumir hverjir ekki verið þess trausts verðir. Það eru ævinlega ofdrykkjumennirnir sem koma óorði á vínið. Það sem leiðir síðan af þessu er að œvinlega er spilað á ósamstöðuna, þannig að fyrrnefndir „snillingar“ geta sýnt enn betri rekstr- arafkomu á kostnað sjómanna. Bankastjórinn kallar heiðarlega skussann fyrir og spyr: Hvers vegna ert þú, vinnuveitandi góður, ekki með sama hagnað úr hverju hráefnistonni og hann „Ronni ræningi“ eða dóttir hans, sem nýlega erfði óveiddan aflann í sjónum við Island? Þetta gengur ekki góði, þú verður að leigja frá þér aflann óveiddan og leigja síðan aftur á hœrra verði á pappírunum svo áhöfninfái að taka þátt í rekstrarvænu leiguverði eða lækka fiskverðið í uppgjörinu þar til enginn um borð er lengur sáttur. Á Grænlandi segja menn: Berðu hundinn nógu oft, þá bítur hann. Sjómannasamband Islands og Vélstjórafélag íslands verða nú að taka þá afstöðu að bíta frá sér og leggja af stuðning við kvóta- braskkerfið. Því skal aldrei trúað að ekki megi koma á fót veiðikerfi sem tryggir viðgang fiskstofna öðruvísi en samfara því verði það óskapnaðarkerfi sem nú ríður húsum fólks, afkomu þess og sjómanna víða um land. Það kemur að því að barinn rakki bítur.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.