Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Síða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Síða 11
VÍKINGUR frásögnum hans af viðskiptum við Islendinga ekki síður en Græn- friðunga. Islandsmiðum er hann vel kunnugur eftir ævintýraferðir á hvala- slóðir við landið. Steinar er fæddur vorið 1945 á eyjunni Donnu, úti fyrir strönd Nord- lands, skammt frá Mo í Rana. Hann var kominn í veiðislark með föður sínum sjö ára gamall og þótti þá þegar frakkur og ekki alltaf fyrirmynd annarra barna í orðavali. Sautján ára fór hann í siglingar en varð að snúa heim eftir tvö ár til að aðstoða foreldra sína við búskap og útgerð. Frá árinu 1964 hefur hann búið í Brunneyjar- sundi, smábæ á Hálogalandi. / Lífsreglur Islendinga Steinar segir í bókinni að tvennt hafi mótað sig meira en allt annað á æsku- árunum; sögur af útileguharki sjó- manna og lestur íslendingasagna. Þar var nóg af görpum og fleiri slíkum kynntist hann síðar á íslandi. ís- lendingar eru menn að hans skapi. „íslendingar lifa eftir sömu lífsreglu og ég,“ segir Steinar á einum stað í bókinni. Þessari lífsreglu vill hann skipta í þrennt; „Að berjast og að berjast og að berjast meira.“ Með þetta að markmiði fór Steinar í fyrstu hvalveiðiferðina á Islandsmið að lok- inni vertíð við Lofoten vorið 1978. Veiðiþjófur við ísland Við grípum niður í frásögnina þar sem Steinar er á leið heim á hrefnu- bátnum Andfjord eftir vel heppnaða veiðiferð. En hann vill meira: „Steinar stendur við stýrishúsið og hugsar meðan Andfjord siglir góðan byr yfir fiskimiðin norðan Islands. A Strandagrunni eru þrír íslenskir togar- ar að veiðum. Einn þeirra togar rétt við bátinn og mannskapurinn um borð hefur í nógu að snúast. Hér við norð- urströndina er jafnan nægur þorskur. Og þar er líka margur hvalurinn. Togarajaxlarnir virðast ekki sérlega áhugasamir um ferðir hvalabátsins þótt þeir geti ekki komist hjá að heyra hávaðann í skutulbyssunni og riffil- skotin sem fylgja á eftir. Sex tímum síðar kemur varðskipið Ægir á vettvang og siglir fulla ferð aftan að Andfjord. Nýskorið hval- kjötið liggur á hvítmáluðu dekkinu. Því er í skyndi komið undir þiljur. Þegar Ægir kemur upp að síðu And- tjord skipar skipherrann Steinari að koma um borð með skipspappírana. Varðskipsmenn ganga hreint til verks og Steinar er þegar spurður hvort hann hafi skotið hval innan 50 mílna landhelgislínunnar við ísland. „Nei,“ segir Steinar, „ég var bara að skjóta á sjófugla. Við verðum að hafa eitthvað að éta. Við erum með hval- kjöt um borð en það er af dýrum sem við fengum utan 200 mílna markanna vestur undir Grænlandi.“ Steinar reynir að bera sig mannalega. Skipherrann lætur þetta ekki gott heita. Hann segist hafa talað við tog- arasjómennina á Strandagrunni og þeir hafi aðra sögu að segja. „Ef þú viðurkennir að hafa skotið hvali í landhelgi sleppurðu með það og getur haldið áfram ferðinni,“ segir skip- herra. Notum fíber gólfgrindur Hafnarbraut 25, 200 Kópavogi, sími 44225, fax 44167. 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.