Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Page 30
VÍKINGUR
eign þeirra sem veiðarnar stunda. Hér
er því um eðlilega skattheimtu að
ræða.“
Arthur Bogason,
formaður Félags
smábátaeigenda:
Ofæddir ættliðir
koma til með að
eiga heimildir
„Þetta er ágætis sönnun þess, sem
ég er búinn að halda fram í mörg ár, að
kvótakerfið í aflamarksformi eins og
það er getur ekki leitt til neins annars
en að veiðiheimildirnar, kvótinn,
lendi sem eign í höndum þeirra sem
fengið hafa afnotaréttinn af auðlind-
inni. Þetta kerfi getur ekki gengið
öðruvísi upp, þetta er bara enn ein
sönnunin fyrir því.“
Þetta er ef til vill fyrsta skrefið hvað
það varðar?
„Þetta er skref númer eitthvað á
þeirri leið. Það er alveg með ólíkind-
um að þeir sem gerst þekkja til
þessara mála skuli þræta fyrir þetta
ennþá, jafnvel þegar það er gengið
svo langt að kynslóðir sem eru ófædd-
ar, framhaldsættleggir einhverra aðila
sem nú eru á lífi, komi til með að eiga
þessar veiðiheimildir.“
Nú fullyrða þungavigtarmenn í
sjávarútvegi að hér sé einungis verið
að skattleggja þetta sem heimildir og
ekkert annað?
„Vitaskuld reyna þeir fram í rauðan
dauðann að breiða yfir það sem er
verið að gera, að sjálfsögðu.“
kerfið í sessi. Ef það slys skyldi verða
núna að auðlindaskattur yrði tekinn af
núverandi aflaheimildum eins og þær
eru í dag, það væri skelfilegt, því þá
væri búið að festa þetta til eilífðar.“
Oskar Þórðarson,
f ramk væmdastj óri
Skagstrendings hf.:
Rétturinn til að
veiða er ekki eign
„Þessa niðurstöðu Rfkisendurskoð-
unar er að mínu viti ekki hægt að túlka
sem einhvers konar yfirlýsingu um
eignarhald á kvóta. Hér er um skatt-
heimtu að ræða, sem mér finnst eðli-
legt að greidd sé rétt eins og aðrir
hlutir eru skattlagðir. Við sem stön-
dum í útgerð lifum við það að þessi
réttur okkar til að veiða ákveðið magn
af fiski á hverjum tíma getur verið
tekinn af okkur með lagasetningu. Það
sem gerir okkur erfitt fyrir við rekstur
fyrirtækja er sú óvissa sem uppi er á
hverjum tíma varðandi þær leikreglur
sem okkur eru settar, þær geta breyst
frá ári til árs og því oft erfitt að taka
skynsamlegar ákvarðanir þegar hlut-
irnir eru með þessum hætti. Rétturinn
til að veiða í kringum landið er ekki
30