Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1995, Side 34
V. SJÓMANNABLAÐIÐ IKINGUR p\ón*>s tusíður Umsjón: Olafur A. Gu&mundsson Noregs, þrjú til Færeyja, tvö til Skotlands, eitt par til Nami- bíu, tvö til Nýja-Sjálands, átta til Bandaríkjanna, eitt par til Chile, eitt til Mexíkó, tvö pör til Perú, eitt par til Astralíu og þrjú pör til Þýska lands. Poly-lce-toghlerar afgreiddir til Hópsnessins ábur en það sigídi til Nýja-Sjálands. Hápsnesið fór með tvö pör og hér er verið að hífa T 8 - 1.800 kg toghlera fyrir ástralska togarann „Austral Leader", þar sem Sigurgeir Pétursson er skipstjóri. Á. Bjarnason hf. 50 til 60 vélar á landinu í dag Fyrirtækið Á. Bjarnason var stofnað árið 1987 af Ásgeiri Bjarnasyni og hóf starfsemi sína með innflutningi á rækju- pillunarvélum. Fyrirtækið var til að byrja með í leiguhús- næði en er nú í eigin hús- næði. Við ræddum við Ásgeir Bjarnason um starfsemina. „Þessi starfsemi hófst árið 1 987 og við byrjuðum á að flytja inn Laitram-rækjupillun- arvélar frá Bandaríkjunum og nú síðar höfum við flutt inn og selt alls konar vörur er við- koma smurningu og slíkri þjónustu eins og t.d. smurolí- ur, smurtæki og sjálfvirk smur- kerfi. Þessi tegund af rækju- pillunarvél er nú allsráðandi á markaðnum hér á Islandi í dag eða um 50-60 vélar, en þær hafa verið fluttar hingað inn allt frá árinu 1 960 og litl- ar breytingar verið gerðar á þeim frá þeim tíma." Hefur þú orðið var við marg- umrædda niðursveiflu í þínum rekstri? „Nei, rækjan hefur t.d. verið á uppleið núna þó svo að í gegnum tíðina hafi það verið sveiflukennt. Við höfum selt að mestu leyti gegn stað- greiðslu og kröfum þannig að þetta hefur gengið vel og ég hefverið blessunarlega laus við vanskil viðskiptavina, þó svo að slíkt vilji koma fyrir." Hreinna og betra loft Eitt af stóru vandamálunum í gegnum tíðina hefur verið slæmt andrúmsloft í vélarrúm- um skipa. Olíumettaður eimur sem myndast í sveifarhúsi véla lekur út í vélarrúmið og fer um allt skip. Þessi eimur, sem er mettaður brennisteins- samböndum, leggst á fleti, rafbúnað, þiljur og fleira auk þess sem vélstjórinn og aðrir áhafnarmeðlimir anda honum að sér. I tvö ár hefur verið á mark- aðnum sveifarhús/eimskilja sem kallast AirSep-skiljan og hefur Véltak hf. einkaumboð fyrir hana hérlendis. Eimskiljan er tengd við loft- inntak túrbinunnar og á skilj- unni er síðan komið fyrir loft- síu. I skiljunni er enginn hreyf- anlegur hlutur en hún sogar eiminn úr sveifarhúsinu gegn- um slöngu sem er tengd við útöndun vélarinnar í skiljuna. Olía sem skilst frá í skiljunni rennur aftur i sveifarhúsið. Þannig tekur skiljan við út- öndun vélarinnar, skilur olí- una frá og leiðir gasloftið inn á túrbínuna til endurbrennslu. Við þessa aðgerð myndast undirþrýstingur (vakúm) í sveifarhúsi sem gerir það að verkum að minna álag er á öllum pakkningum og pakk- dósum jafnframt minni smurolíueyðslu. Hérlendis hefur AirSep-skilja verið sett á t.d. CAT-ljósavél í Kóp GK og á Lister 720hp- aðalvél Þorsteins GK. CAT-ljósavélin hafði áður há- an sveifarhússþrýsting, hélt illa endapakkdósum og skap- aði mikinn eim í vélarrúmi svo til vandræða horfði. Nú eru þessir ágallar horfnir. Það sama er að segja um Listerinn, olíumettaður eimur og smit á vél eru að mestu horfin, hitastig í vélarrúmi lækkaði úr 42 gráðum á Celcius í 30 gráður, smur- olíueyðsla minnkaði umtals- vert, auk þess sem andrúms- loft í vélarrúmi er orðið mun betra. síé«r pjdntfs#u

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.